Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanndís og Eyjólfur eiga von á sínu þriðja barni
Kvenaboltinn
Fanndís með dóttur sinni.
Fanndís með dóttur sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir hefur opinberað að hún eigi von á sínu þriðja barni með Eyjólfi Héðinssyni. Bæði léku þau með landsliðum Íslands í fótbolta.

„Á eftir bolta kemur barn," skrifar Fanndís við mynd á Instagram en myndina má sjá hér fyrir neðan.

Fanndís lagði nýverið skóna á hilluna eftir afar farsælan feril. Fanndís, sem er 35 ára, var sóknarsinnaður leikmaður sem þreytti frumraun sína í meistaraflokki fyrir 20 árum síðan.

Hún er ein af einungis þrettán leikmönnum Íslands sem hafa spilað yfir 100 landsleiki, en alls á Fanndís að baki 110 A-landsleiki og skoraði í þeim 17 mörk. Hún lék sinn síðasta landsleik síðastliðið sumar eftir að hafa eignast tvö börn.

Fanndís lék með Breiðabliki, Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille, Val og Adelaide United á sínum ferli. Fanndís varð fimm sinnum Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari.

Við á Fótbolta.net óskum þeim innilega til hamingju með tíðindin.



Athugasemdir
banner
banner