Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gefast ekki upp á Pepi þrátt fyrir meiðsli
Mynd: EPA
Fulham hefur ekki gefist upp á að fá Ricardo Pepi frá PSV þrátt fyrir að hann sé á meiðslalistanum.

Þessi 22 ára gamli framherji handleggsbrotnaði fyrr í þessum mánuði. Hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í tvo mánuði.

Fulham er áfram í viðræðum við PSV en enska félagið lítur á hann sem framtíðarleikmann.

Pepi er 22 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann gekk til liðs við PSV frá Augsburg árið 2023. Hann hefur skorað 37 mörk í 90 leikjum fyrir hollenska liðið. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner