Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 14:31
Elvar Geir Magnússon
Glasner lætur af störfum hjá Palace í sumar (Staðfest)
Oliver Glasner, stjóri Palace, lætur af störfum í sumar.
Oliver Glasner, stjóri Palace, lætur af störfum í sumar.
Mynd: EPA
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: EPA
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út.

Austurríkismaðurinn hefur gert magnaða hluti með Palace en hann stýrði liðinu til síns fyrsta stóra titils þegar þeir unnu Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins í fyrra.

Með sigrinum kom Glasner liði Palace í Sambandsdeildina og þá vann liðið Samfélagsskjöldinn í ágúst, með því að leggja Liverpool eftir vítakeppni.

Glasner er samkvæmt veðbönkum talinn mjög líklegur til að verða stjóri Manchester United í sumar. Hann segist hafa ákveðið að yfirgefa Palace til að takast á við nýja áskorun á ferlinum en að hann hafi ekki talað við neitt félag.

„Ákvörðunin var tekin fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég fundaði með Steve Parish (stjórnarformanni og eiganda) í landsliðsglugganum í október. Við töluðum lengi saman og ég tjáði honum að ég myndi ekki gera nýjan samning," segir Glasner.

Glasner sagði frá tíðindunum á fréttamannafundi í dag en á sama fundi staðfesti hann að Marc Guehi væri á förum og yrði ekki í hóp gegn Sunderland á morgun. Manchester City náði samkomulagi við Palace um kaup á Guehi.

„Þessar fréttir komu okkur á óvart. Við höfum áður misst mjög sterka leikmenn en samt staðið okkur vel. Eftir því sem ég best veit er salan á Marc á lokastigi. Ég óska honum alls hins besta, hann er frábær náungi," segir Glasner.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner