Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út.
Austurríkismaðurinn hefur gert magnaða hluti með Palace en hann stýrði liðinu til síns fyrsta stóra titils þegar þeir unnu Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins í fyrra.
Með sigrinum kom Glasner liði Palace í Sambandsdeildina og þá vann liðið Samfélagsskjöldinn í ágúst, með því að leggja Liverpool eftir vítakeppni.
Glasner er samkvæmt veðbönkum talinn mjög líklegur til að verða stjóri Manchester United í sumar. Hann segist hafa ákveðið að yfirgefa Palace til að takast á við nýja áskorun á ferlinum en að hann hafi ekki talað við neitt félag.
„Ákvörðunin var tekin fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég fundaði með Steve Parish (stjórnarformanni og eiganda) í landsliðsglugganum í október. Við töluðum lengi saman og ég tjáði honum að ég myndi ekki gera nýjan samning," segir Glasner.
Austurríkismaðurinn hefur gert magnaða hluti með Palace en hann stýrði liðinu til síns fyrsta stóra titils þegar þeir unnu Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins í fyrra.
Með sigrinum kom Glasner liði Palace í Sambandsdeildina og þá vann liðið Samfélagsskjöldinn í ágúst, með því að leggja Liverpool eftir vítakeppni.
Glasner er samkvæmt veðbönkum talinn mjög líklegur til að verða stjóri Manchester United í sumar. Hann segist hafa ákveðið að yfirgefa Palace til að takast á við nýja áskorun á ferlinum en að hann hafi ekki talað við neitt félag.
„Ákvörðunin var tekin fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég fundaði með Steve Parish (stjórnarformanni og eiganda) í landsliðsglugganum í október. Við töluðum lengi saman og ég tjáði honum að ég myndi ekki gera nýjan samning," segir Glasner.
Glasner sagði frá tíðindunum á fréttamannafundi í dag en á sama fundi staðfesti hann að Marc Guehi væri á förum og yrði ekki í hóp gegn Sunderland á morgun. Manchester City náði samkomulagi við Palace um kaup á Guehi.
„Þessar fréttir komu okkur á óvart. Við höfum áður misst mjög sterka leikmenn en samt staðið okkur vel. Eftir því sem ég best veit er salan á Marc á lokastigi. Ég óska honum alls hins besta, hann er frábær náungi," segir Glasner.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 21 | 15 | 4 | 2 | 40 | 14 | +26 | 49 |
| 2 | Man City | 21 | 13 | 4 | 4 | 45 | 19 | +26 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 21 | 13 | 4 | 4 | 33 | 24 | +9 | 43 |
| 4 | Liverpool | 21 | 10 | 5 | 6 | 32 | 28 | +4 | 35 |
| 5 | Brentford | 21 | 10 | 3 | 8 | 35 | 28 | +7 | 33 |
| 6 | Newcastle | 21 | 9 | 5 | 7 | 32 | 27 | +5 | 32 |
| 7 | Man Utd | 21 | 8 | 8 | 5 | 36 | 32 | +4 | 32 |
| 8 | Chelsea | 21 | 8 | 7 | 6 | 34 | 24 | +10 | 31 |
| 9 | Fulham | 21 | 9 | 4 | 8 | 30 | 30 | 0 | 31 |
| 10 | Sunderland | 21 | 7 | 9 | 5 | 21 | 22 | -1 | 30 |
| 11 | Brighton | 21 | 7 | 8 | 6 | 31 | 28 | +3 | 29 |
| 12 | Everton | 21 | 8 | 5 | 8 | 23 | 25 | -2 | 29 |
| 13 | Crystal Palace | 21 | 7 | 7 | 7 | 22 | 23 | -1 | 28 |
| 14 | Tottenham | 21 | 7 | 6 | 8 | 30 | 27 | +3 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 21 | 6 | 8 | 7 | 34 | 40 | -6 | 26 |
| 16 | Leeds | 21 | 5 | 7 | 9 | 29 | 37 | -8 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 21 | 3 | 4 | 14 | 22 | 41 | -19 | 13 |
| 20 | Wolves | 21 | 1 | 4 | 16 | 15 | 41 | -26 | 7 |
Athugasemdir




