Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fös 16. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Rómverjar í hefndarhug
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nýliðar Pisa taka á móti Atalanta í fyrsta leik 21. umferðar ítalska deildartímabilsins í kvöld.

Á morgun mætir svo topplið Inter til leiks á útivelli gegn Udinese áður en Ítalíumeistarar Napoli fá nýliða Sassuolo í heimsókn. Juventus heimsækir svo Cagliari í lokaleik morgundagsins.

Á sunnudaginn eru spennandi slagir þar sem Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa heimsækja Parma í fallbaráttuslag.

Bologna mætir fallbaráttuliði Fiorentina í öðrum áhugaverðum leik. Albert Guðmundsson og félagar hafa verið að ná í stig að undanförnu eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils.

Eftir þann slag eigast Torino og Roma við í annað sinn á fimm dögum. Torino sló Rómverja óvænt úr leik í bikarnum í miðri viku og munu lærlingar Gian Piero Gasperini því mæta grimmir til leiks.

Milan spilar svo við fallbaráttulið Lecce í lokaleik sunnudagsins. Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce.

Cremonese spilar við Verona á mánudaginn fyrir viðureign Lazio og Como sem mætast í síðasta leik umferðarinnar.

Föstudagur
19:45 Pisa - Atalanta

Laugardagur
14:00 Udinese - Inter
17:00 Napoli - Sassuolo
19:45 Cagliari - Juventus

Sunnudagur
11:30 Parma - Genoa
14:00 Bologna - Fiorentina
17:00 Torino - Roma
19:45 Milan - Lecce

Mánudagur
17:30 Cremonese - Verona
19:45 Lazio - Como
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 20 15 1 4 43 17 +26 46
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 20 12 4 4 30 17 +13 40
4 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Bologna 20 8 6 6 29 22 +7 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner