Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane skaut á eiginkonu Carrick - „Truflar mig ekki"
Mynd: EPA
Michael Carrick, bráðabirgðastjóri Man Utd, segir að gagnrýni Roy Keane, fyrrum leikmanns United, trufli sig ekki.

Keane skaut á eiginkonu Carrick, Lisa Carrick, sem reifst við Keane á sínum tíma. Keane gagnrýndi Carrick, sem var þá leikmaður United, eftir tap United gegn Olympiakos í Meistaradeildinni árið 2014. Lisa hraunaði yfir Keane á samfélagsmiðlum en eyddi færslunni fljótlega.

Keane sagði að Lisa sæi örugglega um að peppa við leikmenn í kringum leiki.

„Í sannleika sagt truflar þetta mig ekkert," sagði Carrick.

Hann hafnaði því enn fremur að Keane, Gary Neville og fleiri fyrrum leikmenn Man Utd sem starfa í fjölmiðlum, setji pressu á sig.

„Þeir setja ekki meiri pressu á mig, ég finn ekki fyrri því. Þetta er bara hluti af þessu, ég skil hlutverkið mitt, það eru margir með sínar skoðanir, sumar jákvæðar og sumar ekki svo," sagði Carrick.
Athugasemdir
banner
banner