Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 09:16
Elvar Geir Magnússon
Slot: Ánægður með að fá Salah aftur þó við værum með fimmtán sóknarmenn
Mo Salah og Arne Slot.
Mo Salah og Arne Slot.
Mynd: EPA
Mohamed Salah verður ekki með Liverpool gegn Burnley á morgun. Egyptaland leikur við Nígeríu um þriðja sætið í Afríkukeppninni á morgun og Salah ferðast svo til Englands á sunnudag.

Salah ætti því að vera aftur í hópnum hjá Liverpool í leiknum gegn Marseille í næstu viku í Meistaradeildinni. Liverpool leikur svo við Bournemouth eftir rúma viku.

Það var mikið fjaðrafok í kringum Salah áður en hann fór í Afríkukeppnina og miklar vangaveltur um framtíð hans hjá Englandsmeisturunum.

Salah lét óánægju sína í ljós, talaði um það í viðtali eftir jafntefli gegn Leeds að honum hefði verið fleygt undir rútuna og að samband sitt við Slot væri ekki gott. Salah átti svo fund með Slot og var mættur aftur í leikmannahóp Liverpool áður en hann flaug út í Afríkukeppnina.

„Hann keppir stóran leik með Egyptalandi á laugardag og kemur svo til okkar. Ég er ánægður með að hann sé að koma aftur. Mo hefur verið svo mikilvægur fyrir félagið og fyrir mig, ég fagna því að fá hann aftur. Þó ég væri með fimmtán sóknarmann þá væri ég ánægður með að fá Mo aftur," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner