Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fös 16. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Orri og félagar mæta Barca
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Espanyol tekur á móti Girona í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans. Liðin eigast við í kvöld og þarf Espanyol á sigri að halda í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Spútnik lið Espanyol hefur verið að misstíga sig í síðustu umferðum og þarf að komast aftur á sigurbraut en verkefnið gegn Girona verður ekki auðvelt. Girona byrjaði tímabilið hörmulega en er byrjað að finna taktinn og hefur aðeins tapað tveimur af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Á morgun mætir Real Madrid til leiks gegn Levante og þarf stjörnum prýtt stórveldið á sigri að halda eftir mikla niðurlægingu í spænska bikarnum í vikunni. Þar töpuðu lærlingar Árvalo Arbeloa gegn Albacete sem er í fallbaráttunni í La Liga 2, næstefstu deild á Spáni.

Athletic Bilbao kíkir svo til Mallorca áður en Real Betis og Villarreal mætast í gífurlega spennandi evrópuslag um kvöldið.

Á sunnudaginn mætir fallbaráttulið Valencia til leiks gegn Getafe og eftir lokaflautið spilar Atlético Madrid heimaleik við Alavés.

Orri Steinn Óskarsson er kominn aftur úr meiðslum og gæti komið við sögu gegn toppliði og Spánarmeisturum Barcelona í kvöldleiknum.

Að lokum eigast Elche og Sevilla við í mánudagsleiknum.

Föstudagur
20:00 Espanyol - Girona

Laugardagur
13:00 Real Madrid - Levante
15:15 Mallorca - Athletic Bilbao
17:30 Osasuna - Real Oviedo
20:00 Real Betis - Villarreal

Sunnudagur
13:00 Getafe - Valencia
15:15 Atletico Madrid - Alaves
17:30 Celta Vigo - Rayo Vallecano
20:00 Real Sociedad - Barcelona

Mánudagur
20:00 Elche - Sevilla
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner