Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sunderland stelur kantmanni af Celtic
Mynd: EPA
Sunderland er að ganga frá kaupum á Jocelin Ta Bi. Hann kemur til enska félagsins frá Maccabi Netanya í Ísrael.

Sunderland greiðir rúmlega 3 milljónir punda fyrir kantmanninn sem er frá Fílabeinsströndinni.

Sky Sports segir að Ta Bi skrifi undir samning sem muni gilda til 2030 með möguleika á eins árs framlengingu.

Hann verður 21 árs í næsta mánuði og litið er á hann sem leikmann sem eigi eftir að springa út.

Ta Bi var nálægt því að semja við Celtic fyrr í þessari viku en ekki var búið að ná samkomulagi. Heimildarmenn segja að skiptin hafi ekki gengið upp út af áhyggjum af hnémeiðslum. Sunderland virðist þó ekki áhyggjur af hnémeiðslunum.

Sky Sports segir að Ta Bi hafi klárað læknisskoðun hjá Sunderland og hann gæti verið kynntur í dag.


Athugasemdir
banner