Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 23:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Lánsmaður frá Forest skoraði sitt fyrsta mark
Mynd: EPA
Werder 3 - 3 Eintracht Frankfurt
0-1 Arnaud Kalimuendo ('1 )
1-1 Justin Njinmah ('29 )
1-2 Nnamdi Collins ('56 )
2-2 Jens Stage ('78 )
3-2 Jovan Milosevic ('80 )
3-3 Ansgar Knauff ('90 )

Það var dramatík þegar Werder Bremen fékk Frankfurt í heimsókn í þýsku deildinni í kvöld.

Arnaud Kalimeundo, lánsmaður frá Nottingham Forest, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Frankfurt eftir tæplega mínútu leik. Bremen náði að jafna en Frankfurt endurheimti forystuna snemma í seinni hálfleik.

Bremen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili og komst yfir en það var Ansgar Knauff sem tryggði Frankfurt sigurinn þegar hann skoraði í blálokin.

Frankfurt hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum og er í 7. sæti með 27 stig. Bremen er án sigurs í síðustu sjö leikjum og er í 12. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 17 15 2 0 66 13 +53 47
2 Dortmund 17 10 6 1 32 15 +17 36
3 RB Leipzig 16 10 2 4 32 19 +13 32
4 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
5 Hoffenheim 16 9 3 4 34 21 +13 30
6 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 17 6 5 6 27 29 -2 23
9 Union Berlin 17 6 5 6 23 26 -3 23
10 Gladbach 17 5 4 8 23 29 -6 19
11 Wolfsburg 17 5 3 9 26 37 -11 18
12 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
13 Köln 17 4 5 8 25 29 -4 17
14 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
15 Augsburg 17 4 3 10 18 33 -15 15
16 Mainz 17 2 6 9 17 29 -12 12
17 St. Pauli 16 3 3 10 14 28 -14 12
18 Heidenheim 17 3 3 11 16 38 -22 12
Athugasemdir
banner