Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fös 16. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Horfa til Leipzig
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýski boltinn er í fullum gangi eftir vetrarfrí og er spennandi helgi framundan.

Werder Bremen tekur á móti Eintracht Frankfurt í eina leik dagsins en á morgun má finna verulega spennandi slagi.

Hoffenheim spilar við Bayer Leverkusen í meistaradeildarbaráttunni á meðan Borussia Dortmund mætir St. Pauli og HSV mætir Gladbach í neðri hlutanum.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í FC Köln eiga heimaleik við fallbaráttulið Mainz og þurfa helst á sigri að halda til að sogast ekki með í fallbaráttuna.

RB Leipzig tekur svo á móti FC Bayern í síðasta leik morgundagsins sem er jafnframt stórleikur helgarinnar.

Bæjarar virðast gjörsamlega óstöðvandi undir stjórn Vincent Kompany þar sem þeir eru enn taplausir á deildartímabilinu, með 15 sigra og 2 jafntefli eftir hálft keppnistímabil. Þeir eiga fimmtán stiga forystu á Leipzig sem situr í þriðja sæti.

Stór hluti þýsku deildarinnar horfir til Leipzig í von um að einhverjum takist að stöðva ríkjandi Þýskalandsmeistara.

Að lokum eiga Stuttgart og Augsburg heimaleiki á sunnudaginn.

Föstudagur
19:30 Werder Bremen - Eintracht Frankfurt

Laugardagur
14:30 Wolfsburg - Heidenheim
14:30 Dortmund - St. Pauli
14:30 Hamburger SV - Mönchengladbach
14:30 Hoffenheim - Leverkusen
14:30 Köln - Mainz
17:30 RB Leipzig - FC Bayern

Sunnudagur
14:30 Stuttgart - Union Berlin
16:30 Augsburg - Freiburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 17 15 2 0 66 13 +53 47
2 Dortmund 17 10 6 1 32 15 +17 36
3 RB Leipzig 16 10 2 4 32 19 +13 32
4 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
5 Hoffenheim 16 9 3 4 34 21 +13 30
6 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
7 Eintracht Frankfurt 17 7 5 5 35 36 -1 26
8 Freiburg 17 6 5 6 27 29 -2 23
9 Union Berlin 17 6 5 6 23 26 -3 23
10 Gladbach 17 5 4 8 23 29 -6 19
11 Wolfsburg 17 5 3 9 26 37 -11 18
12 Köln 17 4 5 8 25 29 -4 17
13 Werder 16 4 5 7 18 31 -13 17
14 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
15 Augsburg 17 4 3 10 18 33 -15 15
16 Mainz 17 2 6 9 17 29 -12 12
17 St. Pauli 16 3 3 10 14 28 -14 12
18 Heidenheim 17 3 3 11 16 38 -22 12
Athugasemdir
banner
banner