Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 10:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
L'pool ætli ekki að kaupa Kabak - Þýsku stórliðin fylgjast með sóknarmanni Sheffield
Powerade
Kabak ekki keyptur?
Kabak ekki keyptur?
Mynd: Getty Images
Raul að taka við Frankfurt?
Raul að taka við Frankfurt?
Mynd: Getty Images
Bertrand til City eða Arsenal?
Bertrand til City eða Arsenal?
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið er tekið saman af BBC og er í boði Powerade.



Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur sagt leikmannahópnum að hann muni hætta störfum í sumar. (Goal)

Carlo Ancelotti og Max Allegri eru efstir á lista hjá Real ef Zidane hættir. (Mirror)

Barcelona þarf að borga Lionel Messi (33) hálfa milljón punda á viku eftir skatt til að halda honum hjá félaginu. (Sun)

Manchester United vill að Paul Pogba (28) skrifi undir nýjan samning við félagið en vita að launakröfur Mino Raiola, umboðsmanns Pogba, verða háar. (Mirror)

Everton er tilbúið að selja Mason Holgate (24) til að fjármagna kaup á Kalidou Koulibaly (29). (Football Insider)

Memphis Depay (27) er við það að ganga í raðir Barcelona frá Lyon. (L'Equipe)

Robert Lewandowski (32) er á lista hjá PSG ef sá pólski vill fara frá Bayern. (L'Equipe)

Liverpool ætlar ekki að kaupa Ozan Kabak (21) frá Schalke í sumar. Kabak er á láni út leiktíðina. (Sun)

Arsenal og Manchester City berjast um að fá Ryan Bertrand (31) frá Southampton á frjálsri sölu. (Mail)

Newcastle fylgist með Tyler Roberts (22) hjá Leeds. (Football Insider)

West Ham og Tottenham eru að skoða að fá Sam Johnstone (28) frá WBA. (Football Insider)

Eintracht Frankfurt vill ráða Raul sem næsta stjóra félagsins. Raul er goðsögn hjá Real Madrid. (Marca)

Villarreal ætlar að reyna fá bakvörðinn Emerson (22) frá Barcelona. Emerson er á láni hjá Betis út leiktíðina. (Mundo Deportivo)

Real Madrid og Arsenal haf áhuga á Eduardo Camavinga (18) miðjumann Rennes. (Marca)

Bayern Munchen og Dortmund fylgjast með Daniel Jebbison (17) sóknarmanni Sheffield United. (90min)

Bristol City, Cardiff og Middlesbrough vilja fá James Collins í sumar á frjálsri sölu frá Luton. (Mail)
Athugasemdir
banner