Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 16. júní 2022 22:31
Ingi Snær Karlsson
Siggi Höskulds: Ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mér fannst sérstaklega fyrri hálfleikurinn mjög opin. Mér fannst við orkumiklir og pressan okkar var góð og við vorum að herja á þá." sagði Sigurður Höskuldsson eftir 2-2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

„Eftir markið okkar, fyrsta skipti sem við komumst yfir í sumar og við héldum í hana í fimm mínútur. Gáfum Kidda alltof mikið pláss og hann var að fá alltof mikið boltann. Náði einhvern veginn að refsa okkur og það var ekki fyrr enn þeir voru búnir að skora tvö mörk að við svona einhvern veginn rönkuðum við okkur aftur og þá fannst mér þetta góður leikur."

Leiknismenn hafa verið í vandræðum með að skora mörk í sumar, framhaldið leggst þó vel í Sigga:

„Já þau eru aðeins að detta núna og við erum aðeins að komast í gang í markaskorun sem er virkilega jákvætt. Maður er búinn að vera virkilega ánægður með margt í okkar leik en það hefur bara vantað mörkin og þegar þau fara detta núna þá horfir til bjartara tíma."

Siggi Höskulds tók sig til og keypti miða fyrir stuðningsmanna sveit Leiknis:

„Maður heyrði að það væru strákar sem væru tilbúnir að mæta hérna og þeir væru í brasi þannig ég splæsti á nokkra miða og þeir svo sannarlega borguðu mér tilbaka með þessum frábæra stuðning því þetta var alveg lygilegt að verða vitni að þessari stemningu sem var hérna í hópnum."

Og þú vonast til að þessi mæting haldi áfram?

„Já klárlega, það er búinn að vera smá brekka hjá okkur í byrjun tímabils og ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig. Þetta er alveg ofboðslega mikilvægt og ég held að liðið hafi fundið þennan góða stuðning og ýtt okkur yfir línuna að jafna þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner