Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fim 16. júní 2022 22:31
Ingi Snær Karlsson
Siggi Höskulds: Ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mér fannst sérstaklega fyrri hálfleikurinn mjög opin. Mér fannst við orkumiklir og pressan okkar var góð og við vorum að herja á þá." sagði Sigurður Höskuldsson eftir 2-2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

„Eftir markið okkar, fyrsta skipti sem við komumst yfir í sumar og við héldum í hana í fimm mínútur. Gáfum Kidda alltof mikið pláss og hann var að fá alltof mikið boltann. Náði einhvern veginn að refsa okkur og það var ekki fyrr enn þeir voru búnir að skora tvö mörk að við svona einhvern veginn rönkuðum við okkur aftur og þá fannst mér þetta góður leikur."

Leiknismenn hafa verið í vandræðum með að skora mörk í sumar, framhaldið leggst þó vel í Sigga:

„Já þau eru aðeins að detta núna og við erum aðeins að komast í gang í markaskorun sem er virkilega jákvætt. Maður er búinn að vera virkilega ánægður með margt í okkar leik en það hefur bara vantað mörkin og þegar þau fara detta núna þá horfir til bjartara tíma."

Siggi Höskulds tók sig til og keypti miða fyrir stuðningsmanna sveit Leiknis:

„Maður heyrði að það væru strákar sem væru tilbúnir að mæta hérna og þeir væru í brasi þannig ég splæsti á nokkra miða og þeir svo sannarlega borguðu mér tilbaka með þessum frábæra stuðning því þetta var alveg lygilegt að verða vitni að þessari stemningu sem var hérna í hópnum."

Og þú vonast til að þessi mæting haldi áfram?

„Já klárlega, það er búinn að vera smá brekka hjá okkur í byrjun tímabils og ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig. Þetta er alveg ofboðslega mikilvægt og ég held að liðið hafi fundið þennan góða stuðning og ýtt okkur yfir línuna að jafna þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner