Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 16. júní 2022 22:31
Ingi Snær Karlsson
Siggi Höskulds: Ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mér fannst sérstaklega fyrri hálfleikurinn mjög opin. Mér fannst við orkumiklir og pressan okkar var góð og við vorum að herja á þá." sagði Sigurður Höskuldsson eftir 2-2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

„Eftir markið okkar, fyrsta skipti sem við komumst yfir í sumar og við héldum í hana í fimm mínútur. Gáfum Kidda alltof mikið pláss og hann var að fá alltof mikið boltann. Náði einhvern veginn að refsa okkur og það var ekki fyrr enn þeir voru búnir að skora tvö mörk að við svona einhvern veginn rönkuðum við okkur aftur og þá fannst mér þetta góður leikur."

Leiknismenn hafa verið í vandræðum með að skora mörk í sumar, framhaldið leggst þó vel í Sigga:

„Já þau eru aðeins að detta núna og við erum aðeins að komast í gang í markaskorun sem er virkilega jákvætt. Maður er búinn að vera virkilega ánægður með margt í okkar leik en það hefur bara vantað mörkin og þegar þau fara detta núna þá horfir til bjartara tíma."

Siggi Höskulds tók sig til og keypti miða fyrir stuðningsmanna sveit Leiknis:

„Maður heyrði að það væru strákar sem væru tilbúnir að mæta hérna og þeir væru í brasi þannig ég splæsti á nokkra miða og þeir svo sannarlega borguðu mér tilbaka með þessum frábæra stuðning því þetta var alveg lygilegt að verða vitni að þessari stemningu sem var hérna í hópnum."

Og þú vonast til að þessi mæting haldi áfram?

„Já klárlega, það er búinn að vera smá brekka hjá okkur í byrjun tímabils og ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig. Þetta er alveg ofboðslega mikilvægt og ég held að liðið hafi fundið þennan góða stuðning og ýtt okkur yfir línuna að jafna þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir