Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   sun 16. júlí 2023 17:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Tommi Jó: Mér finnst ég bestur í þessari deild
Lengjudeildin
Virkilega skemmtilegur karakter
Virkilega skemmtilegur karakter
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hinn 16 ára gamli Tómas Jóhannessen, einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar var á skotskónum í dag er Grótta unnu risastóran sigur á Grindavík en leikar enduðu 2-0 á Vivaldi-Vellinum.

"Mjög sáttur, skoraði sem er alltaf gott. Missti af síðasta leik vegna veikinda svo kemur þetta frí hjá okkur þannig bara gríðarlega gott að komast aftur á völlinn" Sagði Tómas í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 Grindavík

Hvernig fannst Tomma takturinn á sínu liði eftir þessu löngu pásu?

"Mér fannst við flottir í fyrri, fannst við detta vel niður í seinni en 2-0 sigur þannig ég get ekki kvartað. Reynslan í liðinu við erum með Aron Bjarka og fleiri stráka, svo er það bara að halda áfram svo komum við með góða pressu í lokin, náum að skora og loka leiknum"

Hvernig metur Tómas tímabilið hjá sjálfum sér hingað til?

" Ég væri bara til í að skora meira en mér finnst ég bestur í þessari deild. Ég er búinn að skora 3 mörk og leggja upp 1 þannig ég er bara sáttur"

Tómas er mjög efnilegur leikmaður og líklega margir fótboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa heyrt þetta nafn en ekki séð hann spila. Hvernig myndi Tómas lýsa sjálfum sér sem leikmanni ?

" Bara finna mig í lappir. Drullu góður í að snúa með boltann, ég þarf að æfa skotin aðeins betur en ég myndi segja að ég væri complete leikmaður, bara boltann í lappir"

Tómasi er oft líkt við Jamal Musiala sem spilar auðvitað með Bayern Munchen í Þýskalandi, er það leikmaður sem hann lítur upp til?

" Hvort ég líti upp til, veit það ekki. Ég hef alveg heyrt það áður að við spilum líkt sérstaklega þegar við færum boltann innanfótar milli fóta þannig jújú ætli það ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan við þennan skemmtilega karakter.
Athugasemdir
banner