Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Slóvakía: Nói úr leik - Trnava skoraði tíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nói Snæhólm Ólafsson og félagar í FK Senica eru úr leik eftir 3-2 tap í slóvakíska bikarnum.

Senica tapaði óvænt gegn Rovinka, sem leikur í C-deildinni í Slóvakíu.

Birkir Valur Jónsson og félagar í Spartak Trnava eru hins vegar komnir áfram í næstu umferð.

Þeir skoruðu tíu mörk gegn utandeildarliði Zvoncin.

Birkir Valur kom ekki við sögu í stórsigri Trnava. Það var nýr þjálfari ráðinn til félagsins í gær og tók hann tvo leikmenn yfir með sér sem byrjuðu báðir í bikarleiknum. Annar þeirra er hægri bakvörður, rétt eins og BIrkir.

Rovinka 3 - 2 Senica
1-0 J. Andrejko ('2)
1-1 J. Nemec ('33)
2-1 M. Valasik ('45, víti)
2-2 T. Malec ('55)
3-2 M. Dolnik ('85)

Zvoncin 1 - 10 Trnava
0-1 B. Yusuf ('19)
0-2 M. Brestovansky ('24, sjálfsmark)
0-3 B. Yusuf ('43)
0-4 K. Savvidis ('45)
0-5 S. Olejnik ('48)
0-6 S. Olejnik ('51)
0-7 S. Olejnik ('56)
0-8 Y. Yao ('60)
1-8 J. Rumpel ('70)
1-9 Y. Yao ('84)
1-10 M. Mikovic ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner