Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   mið 16. október 2019 14:28
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna semur við Al-Arabi (Staðfest)
Þriggja mánaða samningur
Birkir kynntur hjá Al-Arabi.
Birkir kynntur hjá Al-Arabi.
Mynd: Al-Arabi
Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Birkir Bjarnason hefur undirritað þriggja mánaða samning við Al-Arabi í Katar.

Hans hlutverk verður að fylla skarðið sem Aron Einar Gunnarsson skilur eftir sig hjá liðinu á meðan hann er meiddur.

Birkir, sem hefur fengið númerið 67 hjá Al-Arabi, verður því að öllu óbreyttu aftur mættur á leikmannamarkaðinn í janúar.

Heimir Hallgrímsson fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins er þjálfari Al-Arabi. Liðið er í 2. sæti deildarinnar í Katart eftir fimm leiki, aðeins stigi á eftir Al Duhail.

Birkir hefur verið félagslaus undanfarna mánuði en leikið fyrir íslenska landsliðið og átti mjög flotta leiki gegn Frakklandi og Andorra á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner