Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 16. október 2023 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi eftir sögulegt kvöld: Gerir þetta enn sérstakara fyrir mig
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli og er núna búinn að skora 28 mörk fyrir landsliðið.

Gylfi var að snúa til baka eftir tæplega þriggja ára fjarveru með landsliðinu en spilaði samt sem áður frábærlega í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Þetta er yndislegt. Ég hef beðið eftir þessu lengi. Ég er mjög stoltur og ánægður að hafa náð þessu í kvöld," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta var ólýsanleg tilfinning. Þetta er eitthvað sem manni dreymdi um þegar maður var lítill. Maður bjóst kannski ekki við því að þetta gæti orðið að veruleika. Að ná metinu af Kolla og Eiði, sem var mín fyrirmynd þegar ég var lítill, gerir þetta enn sérstakara fyrir mig."

„Síðustu ár hefur maður verið með annað augað á þessu meti. Það er yndisleg tilfinning að þetta sé komið í höfn."

Gylfi talaði um það fyrir stuttu að það væri sitt stærsta markmið að ná metinu og núna er það komið. Hann segist vera með fullt af markmiðum í viðbót, eins og til dæmis að komast í form aftur.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hafði hugsað sér að taka Gylfa út af í hálfleik þar sem hann er nýbyrjaður að spila aftur. Það kom ekki til greina og Gylfi skoraði sögulega markið snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég plataði hann til að leyfa mér að spila áfram í tíu mínútur," sagði Gylfi en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner