Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 16. október 2023 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi eftir sögulegt kvöld: Gerir þetta enn sérstakara fyrir mig
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli og er núna búinn að skora 28 mörk fyrir landsliðið.

Gylfi var að snúa til baka eftir tæplega þriggja ára fjarveru með landsliðinu en spilaði samt sem áður frábærlega í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Þetta er yndislegt. Ég hef beðið eftir þessu lengi. Ég er mjög stoltur og ánægður að hafa náð þessu í kvöld," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta var ólýsanleg tilfinning. Þetta er eitthvað sem manni dreymdi um þegar maður var lítill. Maður bjóst kannski ekki við því að þetta gæti orðið að veruleika. Að ná metinu af Kolla og Eiði, sem var mín fyrirmynd þegar ég var lítill, gerir þetta enn sérstakara fyrir mig."

„Síðustu ár hefur maður verið með annað augað á þessu meti. Það er yndisleg tilfinning að þetta sé komið í höfn."

Gylfi talaði um það fyrir stuttu að það væri sitt stærsta markmið að ná metinu og núna er það komið. Hann segist vera með fullt af markmiðum í viðbót, eins og til dæmis að komast í form aftur.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hafði hugsað sér að taka Gylfa út af í hálfleik þar sem hann er nýbyrjaður að spila aftur. Það kom ekki til greina og Gylfi skoraði sögulega markið snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég plataði hann til að leyfa mér að spila áfram í tíu mínútur," sagði Gylfi en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner