Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   mán 16. október 2023 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi eftir sögulegt kvöld: Gerir þetta enn sérstakara fyrir mig
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli og er núna búinn að skora 28 mörk fyrir landsliðið.

Gylfi var að snúa til baka eftir tæplega þriggja ára fjarveru með landsliðinu en spilaði samt sem áður frábærlega í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Þetta er yndislegt. Ég hef beðið eftir þessu lengi. Ég er mjög stoltur og ánægður að hafa náð þessu í kvöld," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta var ólýsanleg tilfinning. Þetta er eitthvað sem manni dreymdi um þegar maður var lítill. Maður bjóst kannski ekki við því að þetta gæti orðið að veruleika. Að ná metinu af Kolla og Eiði, sem var mín fyrirmynd þegar ég var lítill, gerir þetta enn sérstakara fyrir mig."

„Síðustu ár hefur maður verið með annað augað á þessu meti. Það er yndisleg tilfinning að þetta sé komið í höfn."

Gylfi talaði um það fyrir stuttu að það væri sitt stærsta markmið að ná metinu og núna er það komið. Hann segist vera með fullt af markmiðum í viðbót, eins og til dæmis að komast í form aftur.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hafði hugsað sér að taka Gylfa út af í hálfleik þar sem hann er nýbyrjaður að spila aftur. Það kom ekki til greina og Gylfi skoraði sögulega markið snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég plataði hann til að leyfa mér að spila áfram í tíu mínútur," sagði Gylfi en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner