Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 16. október 2023 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi eftir sögulegt kvöld: Gerir þetta enn sérstakara fyrir mig
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Gylfi fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli og er núna búinn að skora 28 mörk fyrir landsliðið.

Gylfi var að snúa til baka eftir tæplega þriggja ára fjarveru með landsliðinu en spilaði samt sem áður frábærlega í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Þetta er yndislegt. Ég hef beðið eftir þessu lengi. Ég er mjög stoltur og ánægður að hafa náð þessu í kvöld," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta var ólýsanleg tilfinning. Þetta er eitthvað sem manni dreymdi um þegar maður var lítill. Maður bjóst kannski ekki við því að þetta gæti orðið að veruleika. Að ná metinu af Kolla og Eiði, sem var mín fyrirmynd þegar ég var lítill, gerir þetta enn sérstakara fyrir mig."

„Síðustu ár hefur maður verið með annað augað á þessu meti. Það er yndisleg tilfinning að þetta sé komið í höfn."

Gylfi talaði um það fyrir stuttu að það væri sitt stærsta markmið að ná metinu og núna er það komið. Hann segist vera með fullt af markmiðum í viðbót, eins og til dæmis að komast í form aftur.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hafði hugsað sér að taka Gylfa út af í hálfleik þar sem hann er nýbyrjaður að spila aftur. Það kom ekki til greina og Gylfi skoraði sögulega markið snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég plataði hann til að leyfa mér að spila áfram í tíu mínútur," sagði Gylfi en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner