Fyrir ofan hin liðin á heimslistanum
Búið er að draga í riðlakeppni EM 2025 en þar er Ísland á meðal þátttökuþjóða. Ísland tryggði sér þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undankeppninni á þessu ári. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í Lausanne í Sviss í dag en mótið fer einmitt fram í Sviss.
Það verða fjórir fjögurra liða riðlar á mótinu, efstu tvö liðin í hverju liði fara svo áfram í útsláttarkeppni. Ísland verður í A-riðli ásamt heimakonum í Svíss, Noregi og Finnlandi.
Mótið fer fram í júlí næsta sumar, hefst 2. júlí og úrslitaleikurinn fer fram 27. júlí á St. Jakob Park sem er heimavöllur Basel. England er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum á Wembley fyrir rúmum tveimur árum.
Ísland mætir Finnlandi þann 2. júlí í Thun, svo Sviss í Bern þann 6. júlí í og loks mætir íslenska liðið Noregi í Thun þann 10. júlí. Hér að neðan má sjá alla riðlana og við riðil Íslands má sjá í hvaða sæti liðin voru á heimslistanum sem opinberaður var fyrr í þessum mánuði.
Á EM verður spilað með sérstakan bolta sem heitir KONEKTIS og er framleiddur af adidas. Hvolpurinn Maddli er lukkudýr mótsins.
Það verða fjórir fjögurra liða riðlar á mótinu, efstu tvö liðin í hverju liði fara svo áfram í útsláttarkeppni. Ísland verður í A-riðli ásamt heimakonum í Svíss, Noregi og Finnlandi.
Mótið fer fram í júlí næsta sumar, hefst 2. júlí og úrslitaleikurinn fer fram 27. júlí á St. Jakob Park sem er heimavöllur Basel. England er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum á Wembley fyrir rúmum tveimur árum.
Ísland mætir Finnlandi þann 2. júlí í Thun, svo Sviss í Bern þann 6. júlí í og loks mætir íslenska liðið Noregi í Thun þann 10. júlí. Hér að neðan má sjá alla riðlana og við riðil Íslands má sjá í hvaða sæti liðin voru á heimslistanum sem opinberaður var fyrr í þessum mánuði.
Á EM verður spilað með sérstakan bolta sem heitir KONEKTIS og er framleiddur af adidas. Hvolpurinn Maddli er lukkudýr mótsins.
A-riðill
Sviss (23. sæti)
Noregur (16. sæti)
Ísland (14. sæti)
Finnland (26. sæti)
B-riðill
Spánn
Ítalía
Belgía
Portúgal
C-riðill
Þýskaland
Danmörk
Svíþjóð
Pólland
D-riðill
Frakkland
England
Holland
Wales
Smelltu hér til að kynna þér miðasöluna á leikina á EM.
Athugasemdir