Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 17. janúar 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Atalanta búið að kaupa Zapata
Atalanta hefur nýtt sér klásúlu og keypt sóknarmanninn Duvan Zapata alfarið frá Sampdoria á 26 milljónir evra.

Kólumbíski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Atalanta á tveggja ára lánssamningi sumarið 2018.

Hann hefur skorað 35 mörk í 49 mótsleikjum en misst af síðustu þremur mánuðum vegna erfiðra meiðsla í læri.

Duvan Zapata segist vera hæstánægður með trúna sem Atalanta hefur á sér.

Liðið er í 16. sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner