Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 08:06
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hafnaði tilboði frá Napoli í Garnacho
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur hafnað tilboði frá ítalska toppliðinu Napoli í argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho.

Napoli er að selja Khvicha Kvaratskhelia til Paris St-Germain og hyggst nota peninga úr þeirri sölu til að kaupa Garnacho.

Sagt er að fyrsta tilboð ítalska félagsins í Garnacho hafi hljóðað upp á 40 milljónir punda og því hafi verið samstundis hafnað af United, enda langt frá þeirri upphæð sem United verðleggur hann á.

Rúben Amorim, stjóri United, vill ekki missa þennan tvítuga leikmann.

„Það er ljóst að hann hefur mikla hæfileika. Ég tel að hann hafi breytt hugarfari sínu. Hann er að finna bestu leiðirnar til að spila í kerfinu og er að bæta sig á æfingum," sagði Amorim á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner