Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   lau 17. janúar 2026 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin í dag - Egyptaland og Nígería berjast um bronsið
Mynd: EPA
Afríkumótinu fer senn að ljúka en Egyptaland og Nígería mætast í leiknum um þriðja sætið í dag.

Það var mikil bjartsýni í herbúðum Egyptalands fyrir mótið en liðið tapaði gegn Senegal í undanúrslitum. Það sama má segja um Nígeríu sem tapaði gegn heimamönnum frá Marokkó eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum.

Mohamed Salah dreymdi um að vinna keppnina eftir erfiða byrjun á tímabilinu með Liverpool en hann mun snúa aftur til Englands á morgun og verður líklega með Liverpool gegn Marseille á útivelli i Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

laugardagur 17. janúar

Afríkukeppnin
16:00 Egyptaland - Nígería
Athugasemdir
banner