Spænski stjórinn Mikel Arteta var óánægður með dómgæsluna í markalausu jafntefli Arsenal gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en honum fannst Arsenal verðskulda vítaspyrnu undir lok leiksins.
Arsenal tókst ekki að brjóta Forest á bak aftur en þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom upp umdeilt atvik er Ola Aina, leikmaður Forest, handlék boltann.
VAR sagði boltann hafa farið fyrst í öxlina og síðan í höndina sem var í náttúrlegri stöðu og því engin vítaspyrna dæmd.
„Við komum hingað til að vinna leikinn og náðum ekki að gera það. Ég verð að hrósa þeim, hvernig þeir skipulögðu sig og ögruðu sífellt. Við vitum það að þegar þú færð fjögur stór færi með Martinelli fyrir framan opið mark og síðan Declan Rice, Mikel Merino og Bukayo Saka, að þá verður þú að laga þessi smáatriði til þess að vinna leikinn því þeir fengu ekki eina marktilraun en já ég er mjög vonsvikinn að vinna ekki þennan leik.“
„Þetta er augljós vítaspyrna. Við megum ekki gleyma því að það var augljóst víti í teignum sem var ekki gefið og það getur oft verið munurinn. Ég sá þetta með mínum eigin augum og var núna að sjá þetta aftur. Þetta er óþarfi en hann handleikur boltann og er þetta er hreint og klárt víti.“
„Við verðum að horfa á það þannig og reyna að læra og bæta okkur. Deildin sýnir hversu erfitt þetta er. Það er enginn að vinna alla leiki og þetta er ótrúlega hörð deild, sérstaklega þegar við lendum í stöðu eins og við gerðum í dag. Við verðum að klára þá, en að sama skapi vil ég hrósa andstæðingnum,“ sagði Arteta.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 22 | 15 | 5 | 2 | 40 | 14 | +26 | 50 |
| 2 | Man City | 22 | 13 | 4 | 5 | 45 | 21 | +24 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 21 | 13 | 4 | 4 | 33 | 24 | +9 | 43 |
| 4 | Liverpool | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 29 | +4 | 36 |
| 5 | Man Utd | 22 | 9 | 8 | 5 | 38 | 32 | +6 | 35 |
| 6 | Chelsea | 22 | 9 | 7 | 6 | 36 | 24 | +12 | 34 |
| 7 | Brentford | 22 | 10 | 3 | 9 | 35 | 30 | +5 | 33 |
| 8 | Sunderland | 22 | 8 | 9 | 5 | 23 | 23 | 0 | 33 |
| 9 | Newcastle | 21 | 9 | 5 | 7 | 32 | 27 | +5 | 32 |
| 10 | Fulham | 22 | 9 | 4 | 9 | 30 | 31 | -1 | 31 |
| 11 | Brighton | 21 | 7 | 8 | 6 | 31 | 28 | +3 | 29 |
| 12 | Everton | 21 | 8 | 5 | 8 | 23 | 25 | -2 | 29 |
| 13 | Crystal Palace | 22 | 7 | 7 | 8 | 23 | 25 | -2 | 28 |
| 14 | Tottenham | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 | 29 | +2 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 21 | 6 | 8 | 7 | 34 | 40 | -6 | 26 |
| 16 | Leeds | 22 | 6 | 7 | 9 | 30 | 37 | -7 | 25 |
| 17 | Nott. Forest | 22 | 6 | 4 | 12 | 21 | 34 | -13 | 22 |
| 18 | West Ham | 22 | 4 | 5 | 13 | 24 | 44 | -20 | 17 |
| 19 | Burnley | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 42 | -19 | 14 |
| 20 | Wolves | 21 | 1 | 4 | 16 | 15 | 41 | -26 | 7 |
Athugasemdir


