Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Fyrsti sigur Coventry á nýju ári
Frank Lampard og lærisveinar hans eru á toppnum með sex stiga forystu
Frank Lampard og lærisveinar hans eru á toppnum með sex stiga forystu
Mynd: EPA
Willum Þór kom inn af bekknum hjá Birmingham en Alfons var ónotaður varamaður
Willum Þór kom inn af bekknum hjá Birmingham en Alfons var ónotaður varamaður
Mynd: Birmingham City
Haji Wright skoraði sigurmark Coventry sem rétt lagði Leicester að velli, 2-1, í fyrsta sigri ársins í ensku B-deildinni í dag og er Coventry nú með sex stiga forystu á toppnum.

Lærisveinar Frank Lampard voru á miklu flugi fyrri hluta tímabils en undir lok árs fór liðið í gegnum þrjá leiki án þess að sigra og missti niður þægilega forystu á toppnum.

Ekki byrjaði það vel fyrir Coventry sem lenti undir á 10. mínútu er Justin James skoraði eftir stoðsendingu Bobby Reid, en heimamenn komu til baka í síðari. Ellis Simms jafnaði metin í upphafi hálfleiksins og gerði Wright sigurmarkið þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Coventry er á toppnum með 55 stig, sex stigum meira en Middlesbrough sem er í öðru sæti.

Andri Lucas Guðjohnsen var fjarri góðu gamni er Blackburn Rovers tapaði fyrir Ipswich, 3-0.

Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Birmingham sem gerði 1-1 jafntefli við Swansea í kvöld. Alfons Sampsted var ónotaður varamaður hjá Birmingham sem er í 14. sæti með 35 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Ipswich Town 3 - 0 Blackburn
1-0 Eiran Cashin ('3 , sjálfsmark)
2-0 Jack Taylor ('12 )
3-0 Sammie Szmodics ('88 )

Wrexham 1 - 2 Norwich
0-1 Ben Slimane ('9 )
1-1 Toby Samuel Smith ('24 )
1-2 Jovon Makama ('58 )

Southampton 1 - 2 Hull City
0-1 Kyle Joseph ('20 )
0-2 Charlie Hughes ('34 )
1-2 Ross Stewart ('71 )

Preston NE 0 - 1 Derby County
0-1 Patrick Agyemang ('82 )

Watford 0 - 2 Millwall
0-1 Femi Azeez ('69 )
0-2 Josh Coburn ('81 )

Stoke City 0 - 0 QPR

Charlton Athletic 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Sonny Carey ('46 )
Rautt spjald: ,Djibril Soumare, Sheffield Utd ('35)Japhet Tanganga, Sheffield Utd ('45)

Oxford United 0 - 0 Bristol City

Sheffield Wed 0 - 1 Portsmouth
0-1 Adrian Segecic ('65 )

Swansea 1 - 1 Birmingham
1-0 Zan Vipotnik ('21 )
1-1 Patrick Roberts ('72 )

Coventry 2 - 1 Leicester City
0-1 Jordan James ('10 )
1-1 Ellis Simms ('47 )
2-1 Haji Wright ('85 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 27 16 7 4 59 30 +29 55
2 Middlesbrough 27 14 7 6 40 28 +12 49
3 Ipswich Town 26 13 8 5 45 24 +21 47
4 Millwall 27 13 7 7 31 33 -2 46
5 Hull City 26 13 5 8 42 39 +3 44
6 Preston NE 27 11 10 6 36 26 +10 43
7 Stoke City 27 12 5 10 32 23 +9 41
8 Watford 26 11 8 7 37 31 +6 41
9 Bristol City 27 11 7 9 38 29 +9 40
10 Wrexham 27 10 10 7 39 34 +5 40
11 QPR 27 11 6 10 38 39 -1 39
12 Derby County 27 10 8 9 36 35 +1 38
13 Leicester 27 10 7 10 38 40 -2 37
14 Birmingham 27 9 8 10 36 37 -1 35
15 Southampton 27 8 9 10 39 40 -1 33
16 Swansea 27 9 6 12 28 34 -6 33
17 Sheffield Utd 26 10 2 14 36 39 -3 32
18 Charlton Athletic 26 8 8 10 26 32 -6 32
19 West Brom 27 9 4 14 31 38 -7 31
20 Blackburn 26 7 7 12 24 33 -9 28
21 Portsmouth 25 7 7 11 22 35 -13 28
22 Norwich 27 7 6 14 30 40 -10 27
23 Oxford United 26 5 8 13 25 35 -10 23
24 Sheff Wed 26 1 8 17 18 52 -34 -7
Athugasemdir
banner