Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Þórs, er á reynslu hjá austurríska félaginu Sturm Graz, sem hefur unnið austurrísku deildina tvö ár í röð.
Hann æfir með varaliði félagsins og spilaði æfingaleik með liðinu í gær og lagði upp mark í 6-0 stórsigri.
Hann æfir með varaliði félagsins og spilaði æfingaleik með liðinu í gær og lagði upp mark í 6-0 stórsigri.
Einar er 17 ára gamall en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni og MJólkurbikarnum á síðustu leiktíð en Þór vann Lengjudeildina og spilar í Bestu deildinni næsta sumar. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og var í liði ársins hér á Fótbolta.net.
Hann fór á reynslu til Brann fljótlega eftir tímabilið.
Athugasemdir



