Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 19:34
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal mistókst að skora
Arsenal tókst ekki að skora á City Ground
Arsenal tókst ekki að skora á City Ground
Mynd: EPA
Forest varðist frábærlega í leiknum
Forest varðist frábærlega í leiknum
Mynd: EPA
Nott. Forest 0 - 0 Arsenal

Arsenal heldur áfram að kasta tækifærunum um að stinga af í titilbaráttunni en liðið gerði markalaust jafntefli við Nottingham Forest á City Ground-leikvanginum í Nottingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Manchester City missteig gegn gegn nágrönnunum í Manchester United. Það hefur oft verið þannig að þegar Man City misstígur stig þá gerir Arsenal það sama.

Í þetta sinn tókst Arsenal hins vegar að auka forystu sína í sjö stig, en leikmenn og Mikel Arteta svekkja sig væntanlega á því að hafa ekki komist í níu stiga forystu.

Forest varðist frábærlega og einkenni Sean Dyche, stjóra liðsins, farin að sýna sig.

Tíu mínútum fyrir leikslok fór aðeins um Forest-menn er VAR skoraði mögulega hendi á Ola Aina, en engin vítaspyrna dæmd. Hönd Aina var nálægt líkama hans og líklega réttlætanlegt að sleppa því að dæma víti.

Forest hélt út og náði í gott stig en ekkert það frábært stig fyrir Arsenal. Lærisveinar Arteta eru á toppnum með 50 stig, sjö stigum meira en Man City, en Forest í 17. sæti með 22 stig og farið að líta ágætlega út. Þeir sleppa við fall ef þeir halda áfram að spila svona, það er alveg ljóst.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner