Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool fór illa að ráði sínu - Dramatík í Lundúnum
Wirtz skoraði mark Liverpool
Wirtz skoraði mark Liverpool
Mynd: EPA
Var þetta síðasti leikur Thomas Frank?
Var þetta síðasti leikur Thomas Frank?
Mynd: EPA
Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð í úrvalsdeildinni og það var tækifæri fyrir liðið að komast aftur á sigurbraut þegar Burnley heimsótti Anfield í dag.

Liverpool var með gríðarlega mikla yfirburði í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að brjóta múrinn fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins.

Dominik Szoboszlai fékk tækifæri til að koma Liverpool yfir eftir rúmlega hálftíma leik en hann skaut í slána úr vítaspyrnu. Um tíu mínútum síðar tókst þeim að brjóta múrinn þegar Florian Wirtz fékk boltann inn á teignum og negldi boltanum í netið.

Yfirburðir Liverpool héldu áfram í seinni hálfleik en Burnley var nálægt því að jafna metin eftir klukkutíma leik þegar Ibrahima Konate setti boltann á eigið net og Alisson þurfti að hafa sig allan við til að halda boltanum.

Stuttu síðar náði Burnley hins vegar að jafna metin. Florentino Luis átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Liverpool á Michael Edwards sem kláraði færið frábærlega.

Hugo Ekitkie hélt að hann hafi komið Liverpool aftur yfir þegar Virgil van Dijk skallaði boltann til hans af stuttu færi en hann var dæmdur rangstæður. Þar af auki fékk Ekitike boltann í höndina.

Þrátt fyrir ótrúlega yfirburði tókst Liverpool ekki að finna sigurmarkið og jafntefli niðurstaðan. Liverpool hefur nú tapað stigum gegn öllum nýliðunum, Burnley, Leeds og Sunderland.

Chelsea fór upp fyrir Brentford í 6. sæti deildarinnar en liðin mættust í dag. Brentford fékk á sig klaufalegt mark eftir 25 mínútna leik. Michael Kayode ætlaði að hreinsa boltann frá en hann fór í Enzo Fernandez, þaðan fór boltinn til Joao Pedro sem skoraðii.

Brentford fékk fín tækifæri til að jafna metin en Cole Palmer innsiglaði sigur Chelsea með marki úr vítaspyrnu.

Pressan eykst á Thomas Frank eftir að Tottenham tapaði á dramatískan hátt gegn West Ham. Callum Wilson skoraði sigurmarkið í blálokin eftir að hafa verið nýkominn inn á sem varamaður.

Sunderland er enn taplaust á heimavelli í deildinni eftir sigur á Crystal Palace. Þá var Lukas Nmecha hetja Leeds þegar liðið vann ótrúlega dramatískan sigur gegn Fulham.

Sunderland 2 - 1 Crystal Palace
0-1 Yeremy Pino ('30 )
1-1 Enzo Le Fee ('33 )
2-1 Brian Brobbey ('71 )

Leeds 1 - 0 Fulham
1-0 Lukas Nmecha ('90 )

Chelsea 2 - 0 Brentford
1-0 Joao Pedro ('26 )
2-0 Cole Palmer ('76 , víti)

Tottenham 1 - 2 West Ham
0-1 Crysencio Summerville ('15 )
1-1 Cristian Romero ('63 )
1-2 Callum WIlson ('90 )

Liverpool 1 - 1 Burnley
0-0 Dominik Szoboszlai ('32 , Misnotað víti)
1-0 Florian Wirtz ('42 )
1-1 Marcus Edwards ('65 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner