Man City gæti verið níu stigum frá toppliði Arsenal í lok dags eftir tap liðsins gegn Man Utd í dag. Pep Guardiola var að vonum svekktur með úrslitin.
„Betra liðið vann, þú verður að sætta þig við það þegar hitt liðið er betra en þú. Þeir voru með orku sem við höfðum ekki, til hamingju," sagði Guardiola.
Margir telja að Diogo Dalot hafi átt að fá rautt spjald fyrri brot á Jeremy Doku snemma leiks.
„Var þetta rautt spjald? Já. Það væri slæmt ef ég sem stjóri myndi kenna því um. Myndi ég breyta þessu? já. Hefði þetta breytt leiknum? Hver veit. Það er stórt vandamál ef leikmennirnir nota þessa afsökun," sagði Guardiola.
„Mér finnst við hafa gert vel hingað til. Til að verða betri gæti maður þurft að taka skref til baka," sagði Guardiola um titilbaráttuna.
Athugasemdir


