Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 11:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guehi á leið í læknisskoðun
Mynd: EPA
Man City hefur náð samkomulagi við Marc Guehi, varnarmann Man City, um kaup og kjör. Sky Sports greinir frá þessu.

Hann á að gangast undir læknisskoðun hjá City á morgun.

Crystal Palace náði samkomulagi við Man City í gær en félagið mun borga 20 milljónir punda fyrir hann. Palace taldi sig ekki geta hafnað tilboðinu þar sem hann myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar.

City taldi sig fá úrvalsvarnarmann fyrir brot af því verði sem þeir þyrftu að borga á markaðnum og vildi ekki bíða fram á sumar vegna meiðsla Josko Gvardiol og Ruben Dias.
Athugasemdir
banner
banner