Inga Ragnarsdóttir er gengin til liðs við ÍR frá ÍA. Hún er markvörður og er uppalin hjá Val.
Hún er fædd árið 2006 en hún færði sig yfir til Víkings í 2. flokki. Hún var á láni á Skaganum síðasta sumar og spilaði með liðinu i Lengjudeildinni.
Hún er fædd árið 2006 en hún færði sig yfir til Víkings í 2. flokki. Hún var á láni á Skaganum síðasta sumar og spilaði með liðinu i Lengjudeildinni.
„Þetta er frábær viðbót í hópinn þar sem Inga er ekki bara hörku leikmaður heldur sömuleiðis frábær karakter," segir í tilkynningu frá ÍR.
Þá skrifaði Rakel Ósk Ragnarsdóttir undir nýjan tveggja ára samning við félagið. „Rakel er fædd árið 2007 og er bæði öflugur og efnilegur varnarmaður. Hún kemur með frábæra orku innan vallar og er gífurlega sterkur karakter einnig," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir



