Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter og Napoli unnu - Fyrsta tap Juventus í rúman mánuð
Lautaro Martínez kom Inter í sex stiga forystu
Lautaro Martínez kom Inter í sex stiga forystu
Mynd: EPA
Titilbaráttulið Inter og Napoli unnu bæði í 21. umferð Seríu A á Ítalíu í dag en Juventus tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Cagliari.

Argentínumaðurinn Lautaro Martínez sá til þess að Inter næði sex stiga forystu á toppnum.

Hann skoraði sigurmarkið á 20. mínútu eftir stoðsendingu Francesco Esposito. Ellefta mark Martínez í deildinni á þessu tímabili og Inter með 49 stig á toppnum.

Ítalíumeistarar Napoli unnu Sassuolo 1-0, en það var Stanislav Lobotka sem skoraði á 7. mínútu. Sjaldgæft mark hjá Lobotka sem hafði ekki skorað í deildinni síðan 2022.

Napoli er í 3. sæti með 43 stig, sex stigum frá Inter.

Juventus er hægt og rólega að skrá sig úr titilbaráttunni en það tapaði fyrir Cagliari, 1-0, á útivelli.

Síðasta tap Juventus kom gegn Napoli fyrir rúmum mánuði, en það var Luca Mazzitelli sem drap sigurhrinu þeirra með laglegu skoti eftir aukaspyrnu Gianluca Gaetano.

Juventus er í 5. sæti með 39 stig og núna tíu stigum frá toppnum en Cagliari nú í 15. sæti komið átta stigum fyrir ofan fallsæti.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn

Úrslit og markaskorarar:

Udinese 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('20 )

Napoli 1 - 0 Sassuolo
1-0 Stanislav Lobotka ('7 )

Cagliari 1 - 0 Juventus
1-0 Luca Mazzitelli ('65 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 20 8 6 6 29 22 +7 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
17 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner
banner