PSG er nálægt því að ná samkomulagi við Dro Fernandez, leikmann Barcelona, en hann vill ólmur yfirgefa spænska félagið.
Fernandez er nýorðinn 18 ára en hann tjáði Barcelona í gær að hann vildi yfirgefa félagið.
Fernandez er nýorðinn 18 ára en hann tjáði Barcelona í gær að hann vildi yfirgefa félagið.
Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum á þessu tímabili en Hansi Flick er sagður hafa verið mjög ósáttur með að missa hann. Hann átti að hafa sagt að þessar fréttir væru verstu vonbrigði í lífi hans.
Fabrizio Romano segir að PSG sé nálægt því að ná munnlegu samkomulagi við hann. Félagið þarf að borga Barcelona aðeins sex milljónir evra fyrir hann.
Félög á England og í Þýskalandi hafa einnig áhuga á honum.
Athugasemdir




