Manchester United rúllaði yfir Manchester City í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var fyrsti leikur Man Utd undir stjórn Michael Carrick sem stýrir liðinu út tímabilið og þessi frammistaða gefur svo sannarlega góð fyrirheit.
Þetta var fyrsti leikur Man Utd undir stjórn Michael Carrick sem stýrir liðinu út tímabilið og þessi frammistaða gefur svo sannarlega góð fyrirheit.
Man Utd kom boltanum í netið í tvígang í fyrri hálfleik en bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu.
Gianluigi Donnarumma sýndi góða frammistöðu framan af seinni hálfleiks en Bryan Mbeumo braut ísinn eftir laglega skyndisókn. Það var síðan Patrick Dorgu sem innsiglaði sigurinn eftir fyrirgjöf frá Matheus Cunha.
Mason Mount kom boltanum í netið fyrir Man Utd í fimmta sinn í uppbótatíma en í þriðja sinn var mark dæmt af liðinu vegna rangstöðu.
Sjáðu markið hjá Mbeumo
Sjáðu markið hjá Dorgu
Athugasemdir



