Víðir hefur samið við spænska framherjan Nicolás López fyrir átökin í 3. deild næsta sumar. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað í Króatíu undanfarið.
Hann var m.a á mála hjá Valencia á sínum yngri árum. Þá spilaði hann í bandaríska háskólaboltanum í fjögur ár þar sem hann skoraði 62 mörk í 66 leikjum.
Hann var m.a á mála hjá Valencia á sínum yngri árum. Þá spilaði hann í bandaríska háskólaboltanum í fjögur ár þar sem hann skoraði 62 mörk í 66 leikjum.
Víðir hefur tilkynnt fleiri breytingar á hópnum. Björgvin Freeyr Larsson hefur skrifað undir nýjan samning. Hann hefur spilað 43 leiki fyrir félagið en hann kom frá Sindra fyrir tímabilið 2024. Hann lenti í erfiðum meiðslum síðasta sumar en verður mættur aftur næsta sumar.
Sveinn Andri Sigurpálsson samdi við félagið. „Sveinn er 22 ára gamall miðjumaður og er uppalinn hjá Njarðvík. Hann hefur leikið 23 leiki í meistaraflokki með RB og skorað í þeim 5 mörk," segir í tilkynningu frá félaginu.
Bessi Jóhannsson er mættur aftur í Víði eftir eitt tímabil með Höfnum. Hann hefur spilað 47 leiki fyrir Víði og skorað sex mörk. Þá kvaddi markvörðurinn Joaquin Ketlun en hanskarnir eru komnir á hilluna.
Athugasemdir


