Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Magnaður Muriqi - Betis lagði Villarreal
Vedat Muriqi skoraði þrennu fyrir Mallorca
Vedat Muriqi skoraði þrennu fyrir Mallorca
Mynd: EPA
Kósóvómaðurinn Vedat Muriqi var allt i öllu í mögnuðum 3-2 sigri Mallorca á Athletic í La Liga í dag.

Þessi stóri og stæðilegi framherji er aðalmaðurinn í liði Mallorca og var öll ábyrgðin sett á herðar hans í leiknum gegn Athletic.

Muriqi skoraði eftir aðeins fimm mínútna leik með góðu skoti í vinstra hornið en þremur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir með marki Unai Gomez.

Á 42. mínútu fengu heimamenn í Mallorca vítaspyrnu sem Muriqi tók. Markvörður Athletic varði spyrnuna, en heppilega fyrir Muriqi skoppaði boltinn aftur til hans og nýtti hann örugglega frákastið.

Vængmaðurinn Nico Williams jafnaði metin áður en hálfleikurinn var úti en rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok fengu Mallorca-menn aðra vítaspyrnu og nokkuð umdeilda er Muriqi skallaði boltann í höndina á varnarmanni Athletic.

Muriqi virðist halda í varnarmanninn og taka hann úr jafnvægi, en engu að síður víti. Muriqi fullkomnaði þrennuna og í kjölfarið sá Gorka Guruzeta, leikmaður Athletic, rautt spjald fyrir að mótmæla og Unai Gomez sem fór af velli nokkrum mínútum áður.

Athletic náði ekki að koma til baka í þriðja sinn og fór það svo að Mallorca fagnaði sigri. Það situr nú í 14. sæti með 21 stig en Athletic í 8. sæti með 24 stig.

Real Betis vann 2-0 sigur á Villarreal þar sem hinn brasilíski Antony lagði upp annað markið fyrir Pablo Fornals og þá unnu Osasuna-menn 3-2 sigur á nýliðum Real Oviedo.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn

Mallorca 3 - 2 Athletic
1-0 Vedat Muriqi ('5 )
1-1 Unai Gomez Echevarria ('8 )
2-1 Vedat Muriqi ('42 )
2-1 Vedat Muriqi ('42 , Misnotað víti)
2-2 Nico Williams ('45 )
3-2 Vedat Muriqi ('69 , víti)
Rautt spjald: Gorka Guruzeta, Athletic ('70)

Osasuna 3 - 2 Oviedo
0-1 Federico Vinas ('40 )
1-1 Ante Budimir ('45 )
1-2 Alberto Reina ('68 )
2-2 Ante Budimir ('75 )
3-2 Victor Munoz ('90 )
Rautt spjald: Alejandro Catena, Osasuna ('90)

Betis 2 - 0 Villarreal
1-0 Aitor Ruibal ('57 )
2-0 Pablo Fornals ('83 )
Rautt spjald: Santi Comesana, Villarreal ('76)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
9 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
10 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
11 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
12 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
13 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
14 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
15 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
16 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
17 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner