Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 17. janúar 2026 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern í stuði í endurkomu Musiala
Jamal Musiala sneri aftur á völlinn í frábærum sigri Bayern
Jamal Musiala sneri aftur á völlinn í frábærum sigri Bayern
Mynd: EPA
Emre Can gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lokin
Emre Can gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lokin
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu glæstan 5-1 stórsigur á RB Leipzig í þýsku deildinni í dag.

Bæjarar ætla sér að verja titilinn og hefur þeim gengið ótrúlega vel undir stjórn Vincent Kompany.

Það var líka mikið fagnaðarefni að Jamal Musiala, stjörnustrákur liðsins, sneri aftur á völlinn eftir sex mánaða meiðsli.

Meistararnir lentu undir á 20. mínútu er Romulo setti boltann í netið en Bæjarar tóku við sér í síðari hálfleik með fimm mörkum.

Serge Gnabry jafnaði metin og þá hélt Harry Kane áfram að raða inn mörkum fyrir félagið. Jonathan Tah og Aleksandar Pavlovic komu Bayern í þriggja marka forystu áður en Michael Olise rak síðasta naglann í kistu Leipzig eftir stoðsendingu frá Musiala.

Leipzig hefur fengið 24 mörk á sig á þessu tímabili, en ellefu af þeim hafa komið gegn Bayern. Ótrúleg tölfræði það, en Bayern er á toppnum með 50 stig á meðan Leipzig er í 4. sæti með 32 stig.

Emre Can var hetja Borussia Dortmund í 3-2 sigri liðsins á St. Pauli.
Julian Brandt og Karim Adeyemi komu Dortmund í 2-0, en James Sands og Ricky-Jade Jones jöfnuðu metin á tíu mínútum.

Á lokamínútum leiksins fengu heimamenn í Dortmund vítaspyrnu og var það Emre Can sem gerði sigurmarkið. Dortmund er í öðru sæti með 39 stig.

Cole Campbell var ekki í hópnum hjá Hoffenheim sem vann Bayer Leverkusen 1-0. Hann hefur ekki enn spilað leik frá því hann kom frá Dortmund í byrjun ársins.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék fyrri hálfleikinn í 2-1 sigri Köln á Mainz. Kærkominn sigur hjá Köln sem hafði ekki unnið deildarleik síðan í byrjun nóvember.

Köln er í 10. sæti með 20 stig og sjö stigum fyrir ofan fallsæti.

Wolfsburg 1 - 1 Heidenheim
0-1 Adrian Beck ('45 )
1-1 Moritz Jenz ('80 )

Borussia D. 3 - 2 St. Pauli
1-0 Julian Brandt ('45 )
2-0 Karim Adeyemi ('54 )
2-1 James Sands ('62 )
2-2 Ricky-Jade Jones ('72 )
3-2 Emre Can ('90 , víti)

Hamburger 0 - 0 Borussia M.

Hoffenheim 1 - 0 Bayer
1-0 Wouter Burger ('9 )

RB Leipzig 1 - 5 Bayern
1-0 Romulo ('20 )
1-1 Serge Gnabry ('50 )
1-2 Harry Kane ('67 )
1-3 Jonathan Tah ('83 )
1-4 Aleksandar Pavlovic ('85 )
1-5 Michael Olise ('88 )

Koln 2 - 1 Mainz
0-1 Stefan Bell ('29 )
1-1 Ragnar Ache ('57 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
5 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 17 6 5 6 27 29 -2 23
9 Union Berlin 17 6 5 6 23 26 -3 23
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 17 4 3 10 18 33 -15 15
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner
banner