Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 17. janúar 2026 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Verður Glasner rekinn frá Palace? - „Aldrei séð neitt þessu líkt“
Oliver Glasner
Oliver Glasner
Mynd: EPA
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, kastaði sprengju á stjórnarmenn félagsins í viðtali eftir 2-1 tapið gegn Sunderland í dag og efast spekingar um að hann verði áfram stjóri liðsins eftir helgi.

Glasner sakaði stjórnarmenn um að hafa skilið hann og leikmannahópinn eftir í skítnum eftir að hafa selt Eberechi Eze síðasta sumar og síðan fyrirliðann Marc Guehi til Manchester City, en Guehi verður kynntur hjá Man City á morgun eða mánudag.

Sagði Glasner að hann væri með 12-13 manna leikmannahóp og mikið af ungum strákum. Segist hann ekki hafa notið stuðnings frá stjórninni.

Hann segist ekki ætla að hætta hjá Palace, en hann mun líklega ekki þurfa að taka þá ákvörðun. Fyrrum markvörðinn Shay Given telur það nánast öruggt að hann muni ekki klára tímabilið.

„Það kæmi mér á óvart ef hann er áfram í starfi þegar mánudagurinn rennur upp, hvað þá þegar nær dregur lok tímabilsins. Að segja þá hafa yfirgefið sig er eitt sterkasta orð sem þú getur notað. Ég hef aldrei séð stjóra koma í viðtali eins og þessu. Þú sást hvað hann var reiður út í þá sem stjórna félaginu,“ sagði Given.
Athugasemdir
banner