Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eggert lenti í því sama og Freysi á flugvellinum
Eggert Aron í leik með U21 landsliðinu.
Eggert Aron í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson gekk í raðir norska félagsins Brann á dögunum eftir að hafa verið á mála hjá Elfsborg í Svíþjóð.

Hann er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir Brann eftir að Freyr Alexandersson var ráðinn þjalfari liðsins í síðasta mánuði.

Eggert kom til móts við liðið í æfingabúðum á Spáni en þar tóku á móti honum nokkrir norskir fjölmiðlamenn. Var hann yfirheyrður á flugvellinum.

Norsku fjölmiðlamennirnir fara sínar leiðir en þeir gerðu svipaða hluti þegar Freyr lenti í Bergen til að ganga frá samningum við Brann. Var þá mikið fjölmiðlafár í kringum Frey.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af yfirheyrslu Eggerts á flugvellinum.

@btballspark

Eggert Gudmundsson ble møtt av Brann i Spania??

? original sound - Ballspark

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner