Freyr Alexandersson hefur þurft að kynnast mjög öðruvísi umhverfi eftir að hann gerðist þjálfari Brann í Noregi. Það er gríðarlegur áhugi á liðinu í bænum Bergen og fjölmiðlaathyglin er rosaleg.
Til að mynda tóku fjölmiðlamenn á móti Frey á flugvellinum í bænum þegar hann var að taka við liðinu og yfirheyrðu hann er hann var á leið út í bíl.
Til að mynda tóku fjölmiðlamenn á móti Frey á flugvellinum í bænum þegar hann var að taka við liðinu og yfirheyrðu hann er hann var á leið út í bíl.
„Þetta er mjög stórt félag í Noregi. Það er alveg klárt, og í Skandinavíu yfir höfuð. Þetta er það félag í Noregi sem er með mesta athygli á sér ásamt Rosenborg. Það er mikil fjölmiðlaathygli og mikill áhugi á liðinu," sagði Freyr við Fótbolta.net á dögunum.
„Þegar ég lenti til þess að klára viðræður þá reyndu fjölmiðlarnir að finna mig, en ég var falinn. Þeir gátu ekki fundið mig. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Okkur tókst að fela mig þann sólarhring sem ég var hérna. Þessar móttökur sem ég fékk þegar ég kom voru mjög áhugaverðar og töluvert meira en ég hef séð og upplifað áður," segir Freyr.
Brann er með harða stuðningsmenn en það er uppselt á nánast alla leiki og ársmiðarnir seljast eins og heitar lummur.
„Ég þarf að venjast því að vera með fjölmiðla á hverri einustu æfingu. Ég þarf að vera skarpur svo þetta gangi allt vel."
Komu til Íslands
Það eru um tíu fjölmiðlamenn í fullu starfi við það að fjalla um Brann. Þeir komu nokkrir til Íslands á dögunum þar sem þeir eru að gera stóra grein um Frey í staðarmiðlinum.
„Það er verið að gera grein um Frey í Bergens Tidende," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. Rætt var við Val í tengslum við þessa grein en hann vann með Frey hjá Leikni sem markvarðarþjálfari.
„Ég sýndi þeim um Breiðholtið; fór með þá í Leikni, heim til mömmu Freysa og í sundlaugina í Breiðholti. Þetta var svolítið sérstakt, manni leið hálfpartinn eins og frægum einstaklingi þegar verið var að taka viðtal við mann í sundlauginni," sagði Valur.
Athugasemdir