Egypski kantmaðurinn Mohamed Salah er nýlega búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool og verður því áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.
Hann mun þó missa af stórum hluta af næstu leiktíð vegna Afríkukeppninnar þar sem breytt hefur verið dagsetningum keppninnar.
Í stað þess að hefjast í janúar og enda í febrúar mun Afríkukeppnin fara fram um það bil mánuði fyrr en vanalega. Keppnin hefst rétt fyrir jól og lýkur henni 18. janúar.
Þetta þýðir að fótboltamenn frá Afríkuþjóðum sem leika í ensku úrvalsdeildinni munu missa af jólatörninni í deildinni.
Salah gæti til dæmis misst af allt að 10 leikjum hjá Liverpool á tæpum mánuði ef Egyptaland kemst alla leið í úrslitaleikinn.
Athugasemdir