Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Calzona: Getum barist við bestu fótboltamenn heims
Mynd: EPA
Francesco Calzona, landsliðsþjálfari Slóvakíu, var gríðarlega sáttur eftir sögulegan sigur gegn Belgíu í fyrstu umferð Evrópumótsins í dag.

Ivan Schranz skoraði eina mark leiksins á sjöundu mínútu og var hreint ótrúlegt að Belgum hafi ekki tekist að jafna eftir að hafa átt mikið af dauðafærum.

Romelu Lukaku kom boltanum tvisvar sinnum í netið fyrir Belgíu en bæði mörkin voru dæmd af eftir athugun í VAR herberginu.

„Smærri þjóðir í Evrópu eru að verða sífellt betri í fótbolta og það er ekki lengur mikill munur á milli stærstu fótboltaþjóðanna og restinnar af álfunni. Við lögðum allt í þennan leik og tókst að sigra gegn frábærum andstæðingum," sagði Calzona eftir sigurinn.

„Það er ekki auðvelt að finna leikmenn til að manna allar stöðurnar hjá okkur en strákarnir vita að með réttu hugarfari þá geta þeir barist við bestu fótboltamenn heims. Þetta er risastór sigur fyrir okkur en þetta mót er rétt að byrja. Við verðum að leggja inn mikla vinnu ef við viljum komast áfram, við eigum erfiða leiki framundan og þurfum að leggja mikla vinnu í undirbúning fyrir þá."
Athugasemdir
banner
banner