
„Það var gríðarlega erfitt að spila fótbolta og þetta er bara happa glappa í svona. Þeir skora eitt í fyrri og við eitt í seinni og það var bara eins og það var.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um leik Grindavíkur og Fram sem lyktaði með 1-1 jafntefli en mikill vindur setti svip sinn á leikinn og aðstæður fyrir leikmenn allar hinar erfiðustu,
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um leik Grindavíkur og Fram sem lyktaði með 1-1 jafntefli en mikill vindur setti svip sinn á leikinn og aðstæður fyrir leikmenn allar hinar erfiðustu,
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 1 Fram
„Boltinn er mjög mikið útaf og dómarinn bætir við fjórum mínútum í leiknum, markmaðurinn lá í þrjár mínútur í restina. Lá frá 87 til 90. mínútu. Þetta er bara bjánalegt en allt í lagi það var ekki það, veðrið var bara erfitt.“ Bætti Sigurbjörn svo við.
Grindvíkingar léku undan sterkum vindi í síðari hálfleik en náðu aðeins að skora eitt mark og það beint úr hornspyrnu. Hefði Sigurbjörn viljað sjá þá skjóta meira og reyna á Ólaf Íshólm í marki Fram?
„Já já en svo er það bara þannig að það er ekkert mikið léttara að vera með svona brjáluðum vindi. Við sjáum það að Fram gerði ágætlega hérna að spila á móti þessu, reyndar fannst mér nú lægja aðeins en það breytir því ekki að þetta er voða happa glappa og boltinn fer langt fram og skoppar.“
Það er þó gleðiefni fyrir Sigurbjörn að endurheimta menn úr meiðslum og spilaði Guðmundur Magnússon sínar fyrstu mínútur síðan í annari umferð þar sem hann meiddist gegn Þrótti og ástand leikmannahópsins að verða gott.
„Já það er fínt. VIð erum með marga menn hérna og og við verðum bara að mæta í næsta leik og gera þetta betur.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir