Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fös 17. júlí 2020 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Voða happa glappa
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það var gríðarlega erfitt að spila fótbolta og þetta er bara happa glappa í svona. Þeir skora eitt í fyrri og við eitt í seinni og það var bara eins og það var.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um leik Grindavíkur og Fram sem lyktaði með 1-1 jafntefli en mikill vindur setti svip sinn á leikinn og aðstæður fyrir leikmenn allar hinar erfiðustu,

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 Fram

„Boltinn er mjög mikið útaf og dómarinn bætir við fjórum mínútum í leiknum, markmaðurinn lá í þrjár mínútur í restina. Lá frá 87 til 90. mínútu. Þetta er bara bjánalegt en allt í lagi það var ekki það, veðrið var bara erfitt.“ Bætti Sigurbjörn svo við.

Grindvíkingar léku undan sterkum vindi í síðari hálfleik en náðu aðeins að skora eitt mark og það beint úr hornspyrnu. Hefði Sigurbjörn viljað sjá þá skjóta meira og reyna á Ólaf Íshólm í marki Fram?

„Já já en svo er það bara þannig að það er ekkert mikið léttara að vera með svona brjáluðum vindi. Við sjáum það að Fram gerði ágætlega hérna að spila á móti þessu, reyndar fannst mér nú lægja aðeins en það breytir því ekki að þetta er voða happa glappa og boltinn fer langt fram og skoppar.“

Það er þó gleðiefni fyrir Sigurbjörn að endurheimta menn úr meiðslum og spilaði Guðmundur Magnússon sínar fyrstu mínútur síðan í annari umferð þar sem hann meiddist gegn Þrótti og ástand leikmannahópsins að verða gott.

„Já það er fínt. VIð erum með marga menn hérna og og við verðum bara að mæta í næsta leik og gera þetta betur.“

Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir