Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Alli Jói: Það getur örugglega verið margt til í því
„Sérstakt að það væri í lagi að hann fái höfuðhögg en ekki í hina áttina"
„Kærkomið að snúa þessu við og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttu róli"
Siggi talar um líkamsárás: Erum að slá heimsmet í meiðslum
Hemmi Hreiðars: Við erum með leikinn í höndum okkar
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Sverrir Ingi: Meistaradeildin, komast á HM og grískt brúðkaup á dagskrá
   sun 18. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vildum fyrst og fremst fá heimaleik. Við fögnum því. Þetta er erfiður andstæðingur sem við fáum," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Stjarnan mætir Keflavík á heimavelli.

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Kára úr 2. deild að velli. Það var erfiður leikur inn í Akraneshöllinni.

„Kári er virkilega flott lið, öflugt og sprækt. Þetta var skemmtilegur leikur, ekki auðveldur. Hann var aldrei að fara að vera auðveldur. Næsti leikur verður ekki auðveldari en hinir," sagði Jökull.

Stjörnumenn voru ekki búnir að æfa vítaspyrnurnar fyrir leikinn gegn Kára, en Jökull var þrátt fyrir það ekkert sérlega stressaður að eigin sögn.

„Ég var mjög rólegur og hafði gaman að þessu. Við vorum ekki búnir að æfa vítin neitt. Þá er auðvitað týpískt að það fari í vító. Þetta sýnir að það má ekki gefa sér neitt. Þetta voru virkilega góðar vítaspyrnur," sagði Jökull.

Á leið í rétta átt
Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar sem stendur með níu stig úr sex leikjum, en liðið hefur unnið þrjá og tapað þremur, en tveir af tapleikjunum hafa komið gegn nýliðunum tveimur.

Ertu sáttur með sumarið hingað til?

„Heilt yfir þá get ég ekki sagt að ég sé ánægður með hvernig við höfum spilað. Ég held að enginn okkar sé það. Þetta er að þokast í rétta átt og ef það heldur áfram, þá held ég að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst," sagði Jökull.

Umræðan í kringum Stjörnuliðið hefur ekki verið jákvæð það sem af er sumri. Hefurðu eitthvað fylgst með henni?

„Ég reyni að fylgjast ekkert með umræðu og mér er alveg sama hver umræðan er. Við höfum nóg með að pæla í okkur sjálfum," sagði þjálfari Stjörnumanna sem hefur trú á því að þetta sé að fara í rétta átt í Garðabænum. „Ég hef engar áhyggjur," sagði hann jafnframt.

Stjarnan mætir Víkingum í Bestu deildinni annað kvöld og ætti það að geta orðið hörkuleikur. „Það verður held ég bara frábær skemmtun," sagði Jökull en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um leikinn sem er framundan.
Athugasemdir
banner