Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 18. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vildum fyrst og fremst fá heimaleik. Við fögnum því. Þetta er erfiður andstæðingur sem við fáum," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Stjarnan mætir Keflavík á heimavelli.

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Kára úr 2. deild að velli. Það var erfiður leikur inn í Akraneshöllinni.

„Kári er virkilega flott lið, öflugt og sprækt. Þetta var skemmtilegur leikur, ekki auðveldur. Hann var aldrei að fara að vera auðveldur. Næsti leikur verður ekki auðveldari en hinir," sagði Jökull.

Stjörnumenn voru ekki búnir að æfa vítaspyrnurnar fyrir leikinn gegn Kára, en Jökull var þrátt fyrir það ekkert sérlega stressaður að eigin sögn.

„Ég var mjög rólegur og hafði gaman að þessu. Við vorum ekki búnir að æfa vítin neitt. Þá er auðvitað týpískt að það fari í vító. Þetta sýnir að það má ekki gefa sér neitt. Þetta voru virkilega góðar vítaspyrnur," sagði Jökull.

Á leið í rétta átt
Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar sem stendur með níu stig úr sex leikjum, en liðið hefur unnið þrjá og tapað þremur, en tveir af tapleikjunum hafa komið gegn nýliðunum tveimur.

Ertu sáttur með sumarið hingað til?

„Heilt yfir þá get ég ekki sagt að ég sé ánægður með hvernig við höfum spilað. Ég held að enginn okkar sé það. Þetta er að þokast í rétta átt og ef það heldur áfram, þá held ég að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst," sagði Jökull.

Umræðan í kringum Stjörnuliðið hefur ekki verið jákvæð það sem af er sumri. Hefurðu eitthvað fylgst með henni?

„Ég reyni að fylgjast ekkert með umræðu og mér er alveg sama hver umræðan er. Við höfum nóg með að pæla í okkur sjálfum," sagði þjálfari Stjörnumanna sem hefur trú á því að þetta sé að fara í rétta átt í Garðabænum. „Ég hef engar áhyggjur," sagði hann jafnframt.

Stjarnan mætir Víkingum í Bestu deildinni annað kvöld og ætti það að geta orðið hörkuleikur. „Það verður held ég bara frábær skemmtun," sagði Jökull en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um leikinn sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner