Bournemouth vill 70 milljónir punda fyrir Semenyo - Mörg félög á eftir Elliott - Branthwaite framlengir við Everton
Halli eftir stórt tap: Vona að ég geti náð í menn ef þetta lagast ekki
Jóa fannst Grindvíkingar brotna - „Hann gerir bara svo mikið fyrir liðið"
Bergvin í gir eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Kristófer hat-trick hero: Okkar vantaði mörk og hann bað mig bara um að gera mitt
Gunnar Már: Rautt spjald, nýr markmaður og mark á okkur á sömu mínútu
Jökull: Kristófer algjörlega á deginum sinum og kláraði allt
Gústi Gylfa: Getum ekki byrjað leiki svona
Hemmi: Verður að opna töskuna og sjá hvað kemur upp
Ibrahima Balde: Fyrsta þrennan síðan ég var 16 ára gamall
Venni: Við erum með þá í lás
Haddi: Hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik
Bjarni Jó: Við berjumst fyrir því að fá Jón Daða
Dóri Árna mjög léttur: Ekki gleyma Kidda Jóns
Túfa: Hann uppsker fyrir sína vinnu og þolinmæði
Cecilía: Þetta er ný regla og allir eru að læra hana
Karólína: Hún var svo reið inn á vellinum
Landsliðsþjálfarinn fékk mörg svör - „Þetta var það sem stóð til boða"
Siggi Höskulds: Ég held að Fjölnir hafi ekki fengið eitt einasta færi
Adam Ægir nýtti tækifærið í botn - „Ekki búið að vera auðvelt"
Fékk gjöfina sem hún vildi á stórafmælinu - „Er samt bara 25"
   sun 18. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vildum fyrst og fremst fá heimaleik. Við fögnum því. Þetta er erfiður andstæðingur sem við fáum," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Stjarnan mætir Keflavík á heimavelli.

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Kára úr 2. deild að velli. Það var erfiður leikur inn í Akraneshöllinni.

„Kári er virkilega flott lið, öflugt og sprækt. Þetta var skemmtilegur leikur, ekki auðveldur. Hann var aldrei að fara að vera auðveldur. Næsti leikur verður ekki auðveldari en hinir," sagði Jökull.

Stjörnumenn voru ekki búnir að æfa vítaspyrnurnar fyrir leikinn gegn Kára, en Jökull var þrátt fyrir það ekkert sérlega stressaður að eigin sögn.

„Ég var mjög rólegur og hafði gaman að þessu. Við vorum ekki búnir að æfa vítin neitt. Þá er auðvitað týpískt að það fari í vító. Þetta sýnir að það má ekki gefa sér neitt. Þetta voru virkilega góðar vítaspyrnur," sagði Jökull.

Á leið í rétta átt
Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar sem stendur með níu stig úr sex leikjum, en liðið hefur unnið þrjá og tapað þremur, en tveir af tapleikjunum hafa komið gegn nýliðunum tveimur.

Ertu sáttur með sumarið hingað til?

„Heilt yfir þá get ég ekki sagt að ég sé ánægður með hvernig við höfum spilað. Ég held að enginn okkar sé það. Þetta er að þokast í rétta átt og ef það heldur áfram, þá held ég að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst," sagði Jökull.

Umræðan í kringum Stjörnuliðið hefur ekki verið jákvæð það sem af er sumri. Hefurðu eitthvað fylgst með henni?

„Ég reyni að fylgjast ekkert með umræðu og mér er alveg sama hver umræðan er. Við höfum nóg með að pæla í okkur sjálfum," sagði þjálfari Stjörnumanna sem hefur trú á því að þetta sé að fara í rétta átt í Garðabænum. „Ég hef engar áhyggjur," sagði hann jafnframt.

Stjarnan mætir Víkingum í Bestu deildinni annað kvöld og ætti það að geta orðið hörkuleikur. „Það verður held ég bara frábær skemmtun," sagði Jökull en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um leikinn sem er framundan.
Athugasemdir
banner