Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   sun 18. maí 2025 22:43
Sölvi Haraldsson
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara illa þreytt. Við komumst í 3-2 aftur og erum ekki nógu góðir eftir það. Ég veit ekki hvort við dettum of langt niður eða hvað við gerum en eftir að við komumst aftur í 3-2 erum við ekki nógu góðir. Illa lélegt hjá okkur öllum.“ sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður KR, eftir 4-3 tap gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Halldór er ekki ánægður með leik liðsins í dag.

„Nei ég veit það, ég veit ekki hvað gerist. Bara lélegt. Þeir skora úr einhverju klafsi í horni. Svo voru einhverjar aukaspyrnur aftur í teiginn og bara lélegt hjá okkur.“

Halldór er ekki viss hvað gerðist en segir að það sé ljóst að liðið þarf að gera betur.

„Nei ég veit ekki með það. Ég veit ekki hvað gerist, þetta er bara lélegt hjá okkur. Við þurfum að skoða þetta aftur. Við vorum komnr með leikinn og við þurfum að klára svona leiki sem við erum komnir yfir í. Sérstaklega 2-0. Þetta er ekki nógu gott.“

Er það ekki orðið þreytt fyrir Halldór að fá á sig 2 til 4 mörk í hverjum einasta leik?

„Jú það er ekkert gaman að fá á sig svona mörg mörk en það er bara áfram gakk. Við erum á einhverri vegferð og að spila mikla sókn. Við þurfum aðeins að fiffa þetta til og gera betur.“

Sæbjörn Þór Steinke gerði áhugaverða grein í vikunni þar sem stóð að KR væri með mesta XG í deildinni en hefur einnig fengið mesta XG-ið á sig í byrjun móts, það getur ekki verið eitthvað sem KR vill.

„Nei auðvitað viljum við ekki vera hæstir þar. En það er bara því við erum að missa boltann of mikið. Það er ekkert verið að spila í gegnum okkur þannig séð. Við erum bara að spila svona fótbolta, við þurfum að fara varlega með boltann og þá gerum við þetta miklu betur.“

Viðtalið við Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir