„Þetta er bara illa þreytt. Við komumst í 3-2 aftur og erum ekki nógu góðir eftir það. Ég veit ekki hvort við dettum of langt niður eða hvað við gerum en eftir að við komumst aftur í 3-2 erum við ekki nógu góðir. Illa lélegt hjá okkur öllum.“ sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður KR, eftir 4-3 tap gegn Aftureldingu í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 3 KR
Halldór er ekki ánægður með leik liðsins í dag.
„Nei ég veit það, ég veit ekki hvað gerist. Bara lélegt. Þeir skora úr einhverju klafsi í horni. Svo voru einhverjar aukaspyrnur aftur í teiginn og bara lélegt hjá okkur.“
Halldór er ekki viss hvað gerðist en segir að það sé ljóst að liðið þarf að gera betur.
„Nei ég veit ekki með það. Ég veit ekki hvað gerist, þetta er bara lélegt hjá okkur. Við þurfum að skoða þetta aftur. Við vorum komnr með leikinn og við þurfum að klára svona leiki sem við erum komnir yfir í. Sérstaklega 2-0. Þetta er ekki nógu gott.“
Er það ekki orðið þreytt fyrir Halldór að fá á sig 2 til 4 mörk í hverjum einasta leik?
„Jú það er ekkert gaman að fá á sig svona mörg mörk en það er bara áfram gakk. Við erum á einhverri vegferð og að spila mikla sókn. Við þurfum aðeins að fiffa þetta til og gera betur.“
Sæbjörn Þór Steinke gerði áhugaverða grein í vikunni þar sem stóð að KR væri með mesta XG í deildinni en hefur einnig fengið mesta XG-ið á sig í byrjun móts, það getur ekki verið eitthvað sem KR vill.
„Nei auðvitað viljum við ekki vera hæstir þar. En það er bara því við erum að missa boltann of mikið. Það er ekkert verið að spila í gegnum okkur þannig séð. Við erum bara að spila svona fótbolta, við þurfum að fara varlega með boltann og þá gerum við þetta miklu betur.“
Viðtalið við Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir