Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 18. maí 2025 22:43
Sölvi Haraldsson
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara illa þreytt. Við komumst í 3-2 aftur og erum ekki nógu góðir eftir það. Ég veit ekki hvort við dettum of langt niður eða hvað við gerum en eftir að við komumst aftur í 3-2 erum við ekki nógu góðir. Illa lélegt hjá okkur öllum.“ sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður KR, eftir 4-3 tap gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Halldór er ekki ánægður með leik liðsins í dag.

„Nei ég veit það, ég veit ekki hvað gerist. Bara lélegt. Þeir skora úr einhverju klafsi í horni. Svo voru einhverjar aukaspyrnur aftur í teiginn og bara lélegt hjá okkur.“

Halldór er ekki viss hvað gerðist en segir að það sé ljóst að liðið þarf að gera betur.

„Nei ég veit ekki með það. Ég veit ekki hvað gerist, þetta er bara lélegt hjá okkur. Við þurfum að skoða þetta aftur. Við vorum komnr með leikinn og við þurfum að klára svona leiki sem við erum komnir yfir í. Sérstaklega 2-0. Þetta er ekki nógu gott.“

Er það ekki orðið þreytt fyrir Halldór að fá á sig 2 til 4 mörk í hverjum einasta leik?

„Jú það er ekkert gaman að fá á sig svona mörg mörk en það er bara áfram gakk. Við erum á einhverri vegferð og að spila mikla sókn. Við þurfum aðeins að fiffa þetta til og gera betur.“

Sæbjörn Þór Steinke gerði áhugaverða grein í vikunni þar sem stóð að KR væri með mesta XG í deildinni en hefur einnig fengið mesta XG-ið á sig í byrjun móts, það getur ekki verið eitthvað sem KR vill.

„Nei auðvitað viljum við ekki vera hæstir þar. En það er bara því við erum að missa boltann of mikið. Það er ekkert verið að spila í gegnum okkur þannig séð. Við erum bara að spila svona fótbolta, við þurfum að fara varlega með boltann og þá gerum við þetta miklu betur.“

Viðtalið við Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner