Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   sun 18. maí 2025 10:20
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega fínt, við byrjum leikinn vel og smám saman bætum við mörkunum i fyrri hálfleik. Dílum ágætlega við það sem FH vildi gera. Það er mikil orka í FH liðinu og þær vilja hafa mikið um návígji og svona og við spiluðum ágætlega í kringum það. Í seinni hálfleik segi ég ekki að við höfum tekið fótinn af bensígjöfinni en sigldum þessu örugglega heim.“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar um leikinn eftir 4-1 sigur Þróttar á FH í gær er Fótbolti.net greip hann til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 FH

LIð FH var í miklu basli við að leysa pressu Þróttar í fyrri hálfleik og komst lið Þróttar í fjölmörg færi eftir að hafa unnið boltann hátt á vellinum. Var þetta einn af þeim hlutum sem Ólafur hafði kortlagt sem veikleika hjá FH liðinu?

„Bæði og. Liðið veit það að þegar við erum aggresívar og hugsum fram á við þá skilar það yfirleitt bestu úrslitunu. “

Þegar maður skoðar ár aftur í tímann hjá liði Þróttar þá er staða liðsins gjörbreytt. Á sama tímapunkti í mótinu í fyrra sat lið Þróttar á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. Í dag er liðið hinsvegar í 2.sæti deildarinnar á eftir Breiðablik. Liðin eru jöfn að stigum en markatala Kópavogsliðsins er talsvert betri.

„Það er búið að líða heilt Íslandsmót þannig séð og heill vetur. Mér finnst vera framför hjá liðinu í flestum þáttum leiksins. Leikmenn verið lengur saman, búnar að kynnast mér og við erum auðvitað búin að fá góða leikmenn inn. Svo er bara almenn bæting í hópnum. Við sjáum til dæmis Freyju sem spilaði alls ekki illa í fyrra en núna er hún farin að setja boltann í netið. Það hefur verið stígandi og þetta er ágætis bæting upp á fjórtán stig.“

Sagði Ólafur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner