Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 18. maí 2025 22:56
Sölvi Haraldsson
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Mynd: Afturelding
„Mér fannst við sýna góðan anda í leiknum. Við vorum 2-0 undir og það leit út eins og leikurinn væri búinn. Frábær karakter að koma til baka og vinna leikinn.“ sagði Benjamin Stokke, nýjasti leikmaður Aftureldingar, sem skoraði tvö mörk í kvöld í 4-3 sigri á KR.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Stokke er ánægður með karakterinn sem liðið sýndi í dag.

„Það er auðvelt að hugsa að leikurinn sé búinn í stöðunni 2-0. Mjög mikilvæg tímasetning að minnka muninn í 2-1. Það sýnir að við getum gert þetta með eins marks mun og strákarnir héldu áfram að berjast og sýndu að allt er hægt.“

Það skiptir mestu máli að liðið vinni en ekki að Stokke skori segir hann.

„Það er mikill léttir að hafa skorað fyrsta markið mitt fyrir liðið og hjálpað liðinu að vinna í dag. Það skiptir mestu máli. Það skiptir ekki máli að ég skori.“

Benjamin Stokke hefur spilað með Breiðablik áður þar sem hann fékk ekki alltaf að spila eins lengi og hann vildi en hann fær það hugsanlega núna aðeins oftar.

„Mér líður vel og ég finn fyrir trausti. Ég veit að ég sé að fara að spila meira en 50 mínútur svo ég nýt þess mikið.“

Er Stokke með einhver markmið fyrir sumarið?

„Markmiðið er að halda okkur uppi en við erum búnir að sýna það að við getum spilað góðan fótbolta. Við tökum þetta skref fyrir skref og sjáum hvert við förum.“

Viðtalið við Stokke má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner