Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mögnuð tölfræði hjá Ísaki - Hljóp langmest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst efsta deild í Þýskalandi lauk í dag en Dusseldorf, lið Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar mun spila aftur í deildinni á næsta ári.

Liðið var hársbreidd frá því að komast upp um deild í fyrra en liðið var í brasi á þessari leiktíð en það var ekki staðfest fyrr en í dag að liðið kæmist ekki aftur í umspilið. Liðið tapaði 4-2 gegn Magdeburg þar sem Ísak skoraði annað mark liðsins.

Ísak hefur verið lykilmaður í liðinu frá því hann gekk til liðs við félagið fyrst á láni frá FCK árið 2023 en var síðan keyptur síðasta sumar.

Hann var virkilega duglegur á miðjunni en hann hljóp langmest í deildinni. Hann hljóp alls 386.1 kílómetra, tæplega níu kílómetrum meira en næsti maður.

Ísak skoraði ellefu mörk og lagði upp átta í 32 leikjum í deildinni. Valgeir kom við sögu í 23 leikjum.


Athugasemdir
banner