Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 19:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vardy: Hlakka til að fylgjast með liðinu sem ég elska
Mynd: EPA
Hinn 38 ára gamli Jamie Vardy spilaði sinn síðasta leik fyrir Leicester í dag en hann skoraði 200. mark sitt fyrir félagið í 500. leiknum þegar liðið lagði Ipswich.

Það er vissulega einn leikur eftir á tímabilinu en hann tók þá ákvörðun að síðasti heimaleikurinn yrði hans síðasti. Vardy

„Ég klikkaði á nokkrum færum áður. Um leið og James Justin sendi mig í gegn var ég aldrei að fara klúðra," sagði Vardy.

Vardy gekk til liðs við Leicester frá utandeildarliðinu Fleetwood Town árið 2012. Hann var hluti af liðinu sem vann úrvalsdeildina gríðarlega óvænt árið 2016.

„Við erum með góðan hóp og unga leikmenn sem eru að koma upp. Ég er ánægður að ég er ekki þeir því fótbolti drepur mann andlega og ég gæti ekki gert þetta aftur," sagði Vardy.

„Ég hef notið hverrar mínútu og hlakka til að fylgjast með félaginu sem ég elska."

Athugasemdir
banner
banner
banner