Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah: Það er pláss fyrir De Bruyne hjá okkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mohamed Salah var í áhugaverðu viðtali við Gary Neville sem birtist á dögunum.

Hann fór um víðan völl en Neville spurði hann meðal annars út í Kevin de Bruyne. Hann bað Salah um að senda De Bruyne skilaboð en hann yfirgefur Man City eftir tímabilið.

„Ég vil óska honum til hamingju með ferilinn. Hann hefur gert stórkostlega hluti hjá City og var frábær fyrir deildina. Ég óska honum alls hins besta og það er pláss fyrir hann hjá okkur," sagði Salah.

De Bruyne vill vera áfram í úrvalsdeildinni og hefur hann m.a. verið orðaður við Liverpool, helstu keppnauta Man City undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner