Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   sun 18. maí 2025 20:59
Brynjar Óli Ágústsson
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það gekk í rauninni allt upp sem við lögðum upp með og frammistaðan góð og auðvitað gaman að spila við svona skemmtilegar aðstæður.'' segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavík, eftir 2-4 sigur gegn Þrótt í 3. umferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Grindavík

Gunnar dómari leiksins sparaði alls ekki spjöldin fyrir þennan leik. Haraldur fékk gult og tveir leikmenn Grindavík fengu rauð spjöld.

„Það var eitt atvik þar sem ég lét bara illa og átti bara skilið gult og bað Gunnari afsökun á því bara strax í hálfleik. Svo fáum við tvö rauð, ég sá ekki seinni gula spjaldið á Adam, mér er sagt að það hafi verið rétt. Ég ætla ekki að fara þræta yfir spjaldið á Sölva alveg í blá lokin, þetta var bara rautt þetta var ljót tækling,''

Sölvi hafði spilað fínan leik eftir hann kom inn á á 66. mínútu, en var með hrottalega tæklingu rétt fyrir lok leiksins.

„Sölvi veit bara nákvæmlega upp á sig sökina. Ég bara spyr hann og hann segir bara satt og svo fer hann í leikbann og þannig er staðan.''

Grindavík sigraði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í dag.

„Gríðarlega mikilvægt, þetta gefur okur trú. Við spiluðum mikið af góðum leikjum í vetur. Fyrsti sigurinn í deildinni er alltaf ofboðslega mikilvægur og það er vont að bíða lengi eftir honum,''

„Mér líður bara frábærlega í Grindavík. Við erum búnir að vera að þarna, spiluðum fyrsta leikinn þarna í daginn og völlurinn er frábær og aðstæðan er frábær. Ég hlakka alltaf til að mæta á heimavellinum.'' segir Haraldur í lokinn.


Athugasemdir
banner