Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 23:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurður Breki þurfti að fara á sjúkrahús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 15 ára gamli Sigurður Breki Kárason varð fyrir því óláni að meiðast í leik KR gegn Aftureldingu í kvöld og þurfti að leita upp á sjúkrahús.

Hann kom inn á en þurfti að fara af velli aðeins átta mínútum síðar eftir harkalaust samstuð við Bjart Bjarma, leikmann Aftureldingar, og meiddist á öxl.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út í stöðuna á Sigurð í viðtali við Vísi eftir leikinn.

„Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það," sagði Óskar Hrafn í viðtali hjá Vísi.

Óskar var spurður að því hvort Sigurður væri í hættu sökum stærðar en hann sagði að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er.

„Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltannum," sagði Óskar Hrafn.
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Athugasemdir
banner
banner