Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem fékk Reims í heimsókn í spennandi lokaumferð í frönsku deildinni.
Lille hafði möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með sigri en liðið þurfti að treysta á að Nice myndi tapa gegn Brest. Lille vann 2-1 en Nice rúllaði yfir Brest 6-0 og 5. sætið og sæti í Evrópudeildinni því staðreynd fyrir Lille sem fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Lille hafði möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með sigri en liðið þurfti að treysta á að Nice myndi tapa gegn Brest. Lille vann 2-1 en Nice rúllaði yfir Brest 6-0 og 5. sætið og sæti í Evrópudeildinni því staðreynd fyrir Lille sem fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Damir Muminovic lék allan leikinn þegar DPMM vann Tampines í efstu deild í Malasíu 2-1. Liðið var í brasi í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Liðið er í 6. sæti með 41 stig eftir 31 umferð.
Kristófer Jónsson spilaði allan leikinn þegar Triestina tryggði sér áframhaldandi veru í ítölsku C-deildinni eftir markalaust jafntefli gegn Caldiero Terme. Óttar Magnús Karlsson spilaði 83 mínútur þegar Spal vann U23 lið AC Milan og tryggði sér áframhaldandi sæti í C-deildinni.
Athugasemdir